Zelenskyy gagnrýnir Vesturlönd fyrir skort á vopnum Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2022 20:01 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hélt út á götu í Kænugarði í nótt þegar mánuður var liðinn frá innrás Rússa til að hvetja heiminn til stuðnings við land hans. AP/forsetaembætti Úkraínu Úkraínuforseti sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur í stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir Vesturlönd fyrir að útvega Úkraínumönnum ekki flugvélar og skriðdreka. Innrás Rússa sé aðeins byrjunin á árásum þeirra á Evrópuþjóðir nái þeir sínu fram gagnvart Úkraínu. Nú þegar mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið og gríðarlegar skemmdir orðið á mannvirkjum eftir stöðugar stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir Rússa á borgir og bæi. Mariupol hefur orðið hvað verst úti þar sem manntjónið er líka mest. Rússar hafa valdið gífurlegu tjóni og fjölda borga og bæja í Úkraínu og þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið. Þó er talið að mannfallið sé mun meira í röðum Rússa og þeir hafi misst á bilinu 7-10 þúsund hermenn þeirra á meðal háttsetta hershöfðingja.AP/Andrew Marienko Rússum hefur þó algerlega mistekist ætlunarverkiðað steypa stjórn landsins og afvopna úkraínska herinn sem veitt hefur kröftuga mótspyrnu og hrakið rússneskar hersveitir áflótta víða. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði Vesturlöndum stuðninginn þegar hann ávarpaði NATO leiðtogana í dag. En hann gagnrýndi bandalagið fyrir að útvega þeim ekki öll þau vopn sem á þyrfti að halda gegn öflugum her Rússa. „Úkraína bað ykkur um flugvélar til að draga úr mannfallinu. Þið eigið þúsundir flugvéla en hafið ekki látið okkur fá eina einustu," sagði Zelenskyy og sagði Úkraínumenn reiðubúna að greiða fyrir flugvélarnar. Þá hefði NATO ekki látið af hendi einn einasta skriðdreka af þeim tuttugu þúsund sem ríki bandalagsins ættu. Rússar sprengdu vörugeymslu í Kænugarði í loft upp í dag. Slökkviliðsmenn borgarinnar hafa haft í nógu að snúast frá því innrásin hófst fyrir mánuði.AP//Vadim Ghirda „Í morgun var fosfórsprengjum beitt. Rússneskum fosfórsprengjum. Aftur voru fullorðnir og börn myrt. Ég vil að þið vitið að Bandalagið getur enn komið í veg fyrir dauða Úkraínumanna af völdum loftárása Rússa af völdum hersetu Rússa með því að útvega okkur vopnin sem við þurfum," sagði Zelenskyy. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir Vesturlönd staðráðin í að verða ekki beinir þátttakendur í stríðinu. Bandalagsríkin vilji hins vegar styðja Úkraínumenn með öllum öðrum ráðum til að þeir hafi sigur gegn Rússum. „Við erum sammála um að fordæma tilefnislausa árásir Kremlarstjórnarinnar og að styðja fullveldi og landamærahelgi Úkraínu. Við erum staðráðin í að láta Rússa sæta viðurlögum í því skyni að binda enda á þetta hrottalega stríð," sagði Jens Stoltenberg. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Nú þegar mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið og gríðarlegar skemmdir orðið á mannvirkjum eftir stöðugar stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir Rússa á borgir og bæi. Mariupol hefur orðið hvað verst úti þar sem manntjónið er líka mest. Rússar hafa valdið gífurlegu tjóni og fjölda borga og bæja í Úkraínu og þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið. Þó er talið að mannfallið sé mun meira í röðum Rússa og þeir hafi misst á bilinu 7-10 þúsund hermenn þeirra á meðal háttsetta hershöfðingja.AP/Andrew Marienko Rússum hefur þó algerlega mistekist ætlunarverkiðað steypa stjórn landsins og afvopna úkraínska herinn sem veitt hefur kröftuga mótspyrnu og hrakið rússneskar hersveitir áflótta víða. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði Vesturlöndum stuðninginn þegar hann ávarpaði NATO leiðtogana í dag. En hann gagnrýndi bandalagið fyrir að útvega þeim ekki öll þau vopn sem á þyrfti að halda gegn öflugum her Rússa. „Úkraína bað ykkur um flugvélar til að draga úr mannfallinu. Þið eigið þúsundir flugvéla en hafið ekki látið okkur fá eina einustu," sagði Zelenskyy og sagði Úkraínumenn reiðubúna að greiða fyrir flugvélarnar. Þá hefði NATO ekki látið af hendi einn einasta skriðdreka af þeim tuttugu þúsund sem ríki bandalagsins ættu. Rússar sprengdu vörugeymslu í Kænugarði í loft upp í dag. Slökkviliðsmenn borgarinnar hafa haft í nógu að snúast frá því innrásin hófst fyrir mánuði.AP//Vadim Ghirda „Í morgun var fosfórsprengjum beitt. Rússneskum fosfórsprengjum. Aftur voru fullorðnir og börn myrt. Ég vil að þið vitið að Bandalagið getur enn komið í veg fyrir dauða Úkraínumanna af völdum loftárása Rússa af völdum hersetu Rússa með því að útvega okkur vopnin sem við þurfum," sagði Zelenskyy. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir Vesturlönd staðráðin í að verða ekki beinir þátttakendur í stríðinu. Bandalagsríkin vilji hins vegar styðja Úkraínumenn með öllum öðrum ráðum til að þeir hafi sigur gegn Rússum. „Við erum sammála um að fordæma tilefnislausa árásir Kremlarstjórnarinnar og að styðja fullveldi og landamærahelgi Úkraínu. Við erum staðráðin í að láta Rússa sæta viðurlögum í því skyni að binda enda á þetta hrottalega stríð," sagði Jens Stoltenberg.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira