Rússar verði háðir Kínverjum eftir nýjustu efnahagsþvinganir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. mars 2022 20:30 Finnur Magnússon aðjúnkt í alþjóðarétti. vísir/adelina Evrópusambandið ætlar að meina Rússum aðgang að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem myndi gera þá algerlega háða Kínverjum eða Indverjum þegar efnahagur landsins hrynur. Þetta er á meðal þess sem kynnt var í fjórða pakka þvingunaraðgerða gegn Rússlandi í gær. Í fjórða pakkanum voru kynntar enn grófari viðskiptaþvinganir sem Evrópusambandið mun beita gegn Rússum. Bæði Bandaríkin og Japan munu grípa til sambærilegra aðgerða. Hærri tollar á rússneskar vörur Helsta aðgerðin er sú að afnema svokallaða bestu-kjara-meðferð Rússlands í alþjóðlegum viðskiptum. „Í framkvæmd mun þetta leiða til þess að tollar á rússneskar vörur, sem hafa nú þegar ekki verið bannaðar, tollar á rússneskar vörur munu hækka verulega,“ segir Finnur Magnússon doktor í þjóðarétti og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Kanadamenn hafa þegar gripið til sömu aðgerða og hækkuðu í kjölfarið tolla á rússneskum vörum um 35 prósent. Það er enn óljóst með öllu um hve mikið Evrópusambandið mun hækka tolla á rússneskar vörur. Fréttastofa fylgdist grannt með gangi mála í Úkraínu í dag. Hægt er að lesa um það helsta sem gerðist í vaktinni hér að neðan: Ísland fylgi líklega á eftir „Þessi nýi þvingunarpakki, ef svo má kalla, er mjög nýr. Hann var náttúrulega bara kynntur í gær. En íslensk stjórnvöld hafa fylgt Evrópusambandinu við innleiðingu þvingunaraðgerða og miðað við það sem á undan er gengið er ekki óeðlilegt að eitthvað sambærilegt myndi fylgja af hálfu íslenskra stjórnvalda,“ segir Finnur. Þá segjast ríkin einnig ætla að beita sér fyrir því að afnema réttindi Rússlands í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum. „Þessar aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar og Bandaríkjanna og Japan munu leiða til þess að Rússar munu ekki geta fengið lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að bregðast við þeirri efnahagskrísu sem nú er yfirvofandi,“ segir Finnur. En hvað þýðir það fyrir Rússa? „Það er fyrirséð að Rússland mun væntanlega leita á náðir Kína eða jafnvel Indlands. En það er með öllu óvíst hvernig þessi ríki munu bregðast við þegar svigrúm rússneskra stjórnvalda er orðið svona þröngt,“ segir Finnur. Rússland Úkraína Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Japan Kína Indland Hernaður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Í fjórða pakkanum voru kynntar enn grófari viðskiptaþvinganir sem Evrópusambandið mun beita gegn Rússum. Bæði Bandaríkin og Japan munu grípa til sambærilegra aðgerða. Hærri tollar á rússneskar vörur Helsta aðgerðin er sú að afnema svokallaða bestu-kjara-meðferð Rússlands í alþjóðlegum viðskiptum. „Í framkvæmd mun þetta leiða til þess að tollar á rússneskar vörur, sem hafa nú þegar ekki verið bannaðar, tollar á rússneskar vörur munu hækka verulega,“ segir Finnur Magnússon doktor í þjóðarétti og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Kanadamenn hafa þegar gripið til sömu aðgerða og hækkuðu í kjölfarið tolla á rússneskum vörum um 35 prósent. Það er enn óljóst með öllu um hve mikið Evrópusambandið mun hækka tolla á rússneskar vörur. Fréttastofa fylgdist grannt með gangi mála í Úkraínu í dag. Hægt er að lesa um það helsta sem gerðist í vaktinni hér að neðan: Ísland fylgi líklega á eftir „Þessi nýi þvingunarpakki, ef svo má kalla, er mjög nýr. Hann var náttúrulega bara kynntur í gær. En íslensk stjórnvöld hafa fylgt Evrópusambandinu við innleiðingu þvingunaraðgerða og miðað við það sem á undan er gengið er ekki óeðlilegt að eitthvað sambærilegt myndi fylgja af hálfu íslenskra stjórnvalda,“ segir Finnur. Þá segjast ríkin einnig ætla að beita sér fyrir því að afnema réttindi Rússlands í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum. „Þessar aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar og Bandaríkjanna og Japan munu leiða til þess að Rússar munu ekki geta fengið lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að bregðast við þeirri efnahagskrísu sem nú er yfirvofandi,“ segir Finnur. En hvað þýðir það fyrir Rússa? „Það er fyrirséð að Rússland mun væntanlega leita á náðir Kína eða jafnvel Indlands. En það er með öllu óvíst hvernig þessi ríki munu bregðast við þegar svigrúm rússneskra stjórnvalda er orðið svona þröngt,“ segir Finnur.
Rússland Úkraína Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Japan Kína Indland Hernaður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira