Vaktin: Segir rússneska herinn hafa orðið fyrir sögulegu höggi Fanndís Birna Logadóttir, Árni Sæberg og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. mars 2022 07:52 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist viss um að Rússum muni ekki takast ætlunarverk sitt. AP Rússar halda áfram að sækja að í Kænugarði en átök áttu sér stað norðvestur af borginni í morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Varnamálaráðuneyti Úkraínu segir að meirihluti rússneska herliðsins sé nú 25 kílómetrum frá miðborg Kænugarðs. Rússar höfðu herjað á fjölda borga í Úkraínu í gær og virðast nú búa sig undir stórsókn inn í höfuðborgina. Úkraínskir miðlar greindu frá því í morgun að kviknað hefði í tveimur olíubirgðarstöðvum eftir árásir Rússa. Loftvarnaflautur hljómuðu í flestum borgum Úkraínu í morgun og var fólk hvatt til að leita skjóls. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn hafa orðið fyrir gríðarlegu höggi og fullyrðir að Úkraína muni bera sigur úr býtum. Hann sagði um þrettán hundruð úkraínska hermenn hafa fallið frá upphafi innrásarinnar. Vonir eru bundnar við að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum í dag úr borgum á borð við Mariupol en sprengjum var varpað á mosku í borginni í morgun. Yfirvöld í Kænugarði og Donetsk segja Rússa halda árásum sínum áfram þrátt fyrir fólk á flótta. Vesturlöndin tilkynntu í gær frekari refsiaðgerðir til handa Rússum vegna innrásarinnar. Evrópusambandið mun í dag kynna fjórða refsiaðgerðarpakka sinn. Selenskí kallaði eftir því í ávarpi sínu að leiðtogar heimsins gerðu meira. Hér má finna vakt gærdagsins.
Helstu vendingar: Varnamálaráðuneyti Úkraínu segir að meirihluti rússneska herliðsins sé nú 25 kílómetrum frá miðborg Kænugarðs. Rússar höfðu herjað á fjölda borga í Úkraínu í gær og virðast nú búa sig undir stórsókn inn í höfuðborgina. Úkraínskir miðlar greindu frá því í morgun að kviknað hefði í tveimur olíubirgðarstöðvum eftir árásir Rússa. Loftvarnaflautur hljómuðu í flestum borgum Úkraínu í morgun og var fólk hvatt til að leita skjóls. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn hafa orðið fyrir gríðarlegu höggi og fullyrðir að Úkraína muni bera sigur úr býtum. Hann sagði um þrettán hundruð úkraínska hermenn hafa fallið frá upphafi innrásarinnar. Vonir eru bundnar við að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum í dag úr borgum á borð við Mariupol en sprengjum var varpað á mosku í borginni í morgun. Yfirvöld í Kænugarði og Donetsk segja Rússa halda árásum sínum áfram þrátt fyrir fólk á flótta. Vesturlöndin tilkynntu í gær frekari refsiaðgerðir til handa Rússum vegna innrásarinnar. Evrópusambandið mun í dag kynna fjórða refsiaðgerðarpakka sinn. Selenskí kallaði eftir því í ávarpi sínu að leiðtogar heimsins gerðu meira. Hér má finna vakt gærdagsins.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Sjá meira