Segir árásina á barnaspítalann til marks um þjóðarmorð Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 9. mars 2022 23:44 Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í stríðinu gegn Rússum. Getty/Anadolu Agency Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sendi leiðtogum Vesturlanda tóninn í kvöld. Það gerði hann í nýju ávarpi, sem hann birti á netinu þar sem hann sagði Rússa hafa sannað að þeir ætluðu sér að fremja þjóðarmorð gagnvart Úkraínumönnum. Í ávarpinu kallaði hann enn eftir því að komið yrði á svokölluðu flugbanni yfir Úkraínu, eða þá að Úkraínumenn fengju afhentar orrustuþotur frá öðrum ríkjum eins og Póllandi. „Saman þurfum við að skila hugrekki til vestrænna leiðtoga, svo þeir geri það sem þeir áttu að gera á fyrsta degi innrásarinnar,“ sagði Selenskí samkvæmt Kyiv Independent. „Lokið þið annaðhvort lofthelginni eða gefið okkur orrustuþoturnar svo við getum gert það sjálf.“ Sagði árás til marks um þjóðarmorð Sprengjum var í dag varpað á fæðingardeild sjúkrahúss í Maríupól í Úkraínu. Það sagði Selenskí vera sönnun þess að verið væri að fremja þjóðarmorð á Úkraínumönnum. „Evrópubúar, þið getið ekki sagt að þið hafið ekki séð það sem er að gerast. Þið verðið að herða refsiaðgerðirnar þar til Rússar geta ekki lengur háð þeirra grimmilega stríð,“ sagði Selenskí. Ráðamenn Vesturlanda segja ekki hægt að koma flugbanni á yfir Úkraínu, því það fæli í raun í sér bein átök Atlantshafsbandalagsins við Rússa. Til þess að koma slíku banni á þyrfti að skjóta niður rússneskar orrustuþotur og granda loftvörnum Rússa á svæðinu. Í stuttu máli fæli það í sér að NATO færi í stríð við Rússa. Hingað til hafa ríki NATO og önnur vinvætt ríki staðið við bakið á Úkraínu með vopnasendingum, fjármagni og umfangsmiklum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Vandræði með orrustuþotur Þá virðist umræðan um orrustuþotur til Úkraínumanna hafa farið í nokkra hringi á undanförnum dögum. Í síðustu viku var tilkynnt að nokkur Evrópuríki sem ættu MiG-29 orrustuþotur myndu koma nokkrum til Úkraínu. Þá var hætt við það og Bandaríkjamenn byrjuðu að þrýsta á þessi sömu ríki og þar á meðal Pólland. Pólverjar. Pólverjar eiga þó nokkrar orrustuþotur af gerðinni MiG-29, sem úkraínskir flugmenn eru þjálfaðir í að fljúga. Ráðamenn í Póllandi komu Bandaríkjamönnum í opna skjöldu í gærkvöldi þegar þeir lýstu því yfir að allar MiG-29 orrustuþotur Pólverja yrðu sendar til Ramstein-herstöðvarinnar í Þýskalandi þar sem þær yrðu gefnar Bandaríkjamönnum. Bandaríkjamenn ættu svo að koma þeim til Úkraínu. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýsti því svo yfir í kvöld að Bandaríkjamenn væru orðnir mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Nefndi hann meðal annars þær ástæður að flugher Úkraínumanna væri enn í tiltölulega góðu ásigkomulagi og að mikilvægara væri að bæta loftvarnir Úkraínu á jörðu niðri. Þá sagði talsmaðurinn einnig að talið væri að Rússar myndu bregðast reiðir við því ef ríki NATO útveguðu Úkraínumönnum orrustuþotum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. 9. mars 2022 22:00 Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01 Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var á íslenskum hesti Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Í ávarpinu kallaði hann enn eftir því að komið yrði á svokölluðu flugbanni yfir Úkraínu, eða þá að Úkraínumenn fengju afhentar orrustuþotur frá öðrum ríkjum eins og Póllandi. „Saman þurfum við að skila hugrekki til vestrænna leiðtoga, svo þeir geri það sem þeir áttu að gera á fyrsta degi innrásarinnar,“ sagði Selenskí samkvæmt Kyiv Independent. „Lokið þið annaðhvort lofthelginni eða gefið okkur orrustuþoturnar svo við getum gert það sjálf.“ Sagði árás til marks um þjóðarmorð Sprengjum var í dag varpað á fæðingardeild sjúkrahúss í Maríupól í Úkraínu. Það sagði Selenskí vera sönnun þess að verið væri að fremja þjóðarmorð á Úkraínumönnum. „Evrópubúar, þið getið ekki sagt að þið hafið ekki séð það sem er að gerast. Þið verðið að herða refsiaðgerðirnar þar til Rússar geta ekki lengur háð þeirra grimmilega stríð,“ sagði Selenskí. Ráðamenn Vesturlanda segja ekki hægt að koma flugbanni á yfir Úkraínu, því það fæli í raun í sér bein átök Atlantshafsbandalagsins við Rússa. Til þess að koma slíku banni á þyrfti að skjóta niður rússneskar orrustuþotur og granda loftvörnum Rússa á svæðinu. Í stuttu máli fæli það í sér að NATO færi í stríð við Rússa. Hingað til hafa ríki NATO og önnur vinvætt ríki staðið við bakið á Úkraínu með vopnasendingum, fjármagni og umfangsmiklum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Vandræði með orrustuþotur Þá virðist umræðan um orrustuþotur til Úkraínumanna hafa farið í nokkra hringi á undanförnum dögum. Í síðustu viku var tilkynnt að nokkur Evrópuríki sem ættu MiG-29 orrustuþotur myndu koma nokkrum til Úkraínu. Þá var hætt við það og Bandaríkjamenn byrjuðu að þrýsta á þessi sömu ríki og þar á meðal Pólland. Pólverjar. Pólverjar eiga þó nokkrar orrustuþotur af gerðinni MiG-29, sem úkraínskir flugmenn eru þjálfaðir í að fljúga. Ráðamenn í Póllandi komu Bandaríkjamönnum í opna skjöldu í gærkvöldi þegar þeir lýstu því yfir að allar MiG-29 orrustuþotur Pólverja yrðu sendar til Ramstein-herstöðvarinnar í Þýskalandi þar sem þær yrðu gefnar Bandaríkjamönnum. Bandaríkjamenn ættu svo að koma þeim til Úkraínu. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýsti því svo yfir í kvöld að Bandaríkjamenn væru orðnir mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Nefndi hann meðal annars þær ástæður að flugher Úkraínumanna væri enn í tiltölulega góðu ásigkomulagi og að mikilvægara væri að bæta loftvarnir Úkraínu á jörðu niðri. Þá sagði talsmaðurinn einnig að talið væri að Rússar myndu bregðast reiðir við því ef ríki NATO útveguðu Úkraínumönnum orrustuþotum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. 9. mars 2022 22:00 Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01 Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var á íslenskum hesti Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. 9. mars 2022 22:00
Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01
Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49