Elín Metta segir rangt að hún sé hætt Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2022 13:32 Elín Metta Jensen, til hægri á mynd, með hönd á Íslandsmeistarabikarnum sem hún landaði með Val á síðustu leiktíð. vísir/hulda margrét Landsliðskonan Elín Metta Jensen segir ekki rétt að hún sé hætt í fótbolta. Hún vill að öðru leyti ekki tjá sig um sögusagnir þess efnis að svo stöddu. Í nýjasta hlaðvarpsþætti Dr. Football var það fullyrt að Elín Metta hefði lagt skóna á hilluna samkvæmt heimildum þáttarins. Besti leikmaður Bestu deildar kvenna er hætt samkvæmt heimildum Dr. Football. Enski boltinn og Barca fyrirferðamiklir í þætti dagsins.https://t.co/JOzIdK99pM— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 4, 2022 „Stutta svarið er nei, ég er ekki hætt í fótbolta,“ sagði Elín Metta þegar Vísir bar þetta undir hana en vildi ekki svara frekari spurningum. Elín Metta, sem samhliða fótboltanum hefur verið í læknisnámi, er samningsbundin Val út þessa leiktíð. Hún hefur verið einn albesti leikmaður efstu deildar hér á landi, Bestu deildarinnar eins og hún heitir nú, og er í 10. sæti yfir flest mörk skoruð frá upphafi í deildinni, með 125 mörk í 167 leikjum. Meiddist þegar Valur varð Íslandsmeistari Elín Metta, sem er nýorðin 27 ára gömul, er jafnframt í 10. sæti yfir flest mörk skoruð fyrir íslenska landsliðið en hún hefur gert 16 mörk í 58 A-landsleikjum. Íslenska landsliðið leikur í lokakeppni EM í sumar og á fyrir höndum mikilvæga leiki í undankeppni HM í apríl. Elín Metta kom inn á í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu nú í vetur en var ekki með Val gegn Þrótti á þriðjudaginn í fyrsta leik í Lengjubikarnum. Síðustu leiktíð hjá Elínu Mettu lauk fyrr en ella vegna meiðsla, eða 25. ágúst, þegar Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Tindastóli þar sem hún skoraði eitt markanna. Í þeim leik meiddist hún í hné, eftir að hafa glímt við kálfameiðsli um tíma skömmu áður. Besta deild kvenna Valur EM 2021 í Englandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Í nýjasta hlaðvarpsþætti Dr. Football var það fullyrt að Elín Metta hefði lagt skóna á hilluna samkvæmt heimildum þáttarins. Besti leikmaður Bestu deildar kvenna er hætt samkvæmt heimildum Dr. Football. Enski boltinn og Barca fyrirferðamiklir í þætti dagsins.https://t.co/JOzIdK99pM— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 4, 2022 „Stutta svarið er nei, ég er ekki hætt í fótbolta,“ sagði Elín Metta þegar Vísir bar þetta undir hana en vildi ekki svara frekari spurningum. Elín Metta, sem samhliða fótboltanum hefur verið í læknisnámi, er samningsbundin Val út þessa leiktíð. Hún hefur verið einn albesti leikmaður efstu deildar hér á landi, Bestu deildarinnar eins og hún heitir nú, og er í 10. sæti yfir flest mörk skoruð frá upphafi í deildinni, með 125 mörk í 167 leikjum. Meiddist þegar Valur varð Íslandsmeistari Elín Metta, sem er nýorðin 27 ára gömul, er jafnframt í 10. sæti yfir flest mörk skoruð fyrir íslenska landsliðið en hún hefur gert 16 mörk í 58 A-landsleikjum. Íslenska landsliðið leikur í lokakeppni EM í sumar og á fyrir höndum mikilvæga leiki í undankeppni HM í apríl. Elín Metta kom inn á í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu nú í vetur en var ekki með Val gegn Þrótti á þriðjudaginn í fyrsta leik í Lengjubikarnum. Síðustu leiktíð hjá Elínu Mettu lauk fyrr en ella vegna meiðsla, eða 25. ágúst, þegar Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Tindastóli þar sem hún skoraði eitt markanna. Í þeim leik meiddist hún í hné, eftir að hafa glímt við kálfameiðsli um tíma skömmu áður.
Besta deild kvenna Valur EM 2021 í Englandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira