Rússar loka á erlenda fjölmiðla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 4. mars 2022 11:46 Lokað hefur verið fyrir margar erlendar fréttaveitur sem flytja fréttir á rússnesku í Rússlandi. Vísir Yfirvöld í Rússlandi hafa lokað vefsíðum BBC, Voice of America, Radio Free Europe, Deutsche Welle og Meduza. Fjölmiðlarnir eru allir sakaðir um að dreifa „falsfréttum“ um innrás Rússa í Úkraínu. Blaðamaður Financial Times segir að um sé að ræða svo gott sem alla erlenda fjölmiðla sem skrifa fréttir á rússnesku í Rússlandi. Russia's media censor says it's blocked the websites of the BBC, Voice of America, Radio Free Europe, Deutsche Welle, and Meduza for "spreading fakes about Ukraine." This is basically all the foreign-based media reporting in Russian.https://t.co/eu6TQponRE— max seddon (@maxseddon) March 4, 2022 Þegar hefur nokkrum rússneskum fjölmiðlum verið lokað frá því innrásin hófst og á undanförnum mánuðum og árum. Blaðamenn í Rússlandihafa margir hverjir yfirgefið landið nú þegar. Þar á meðal eru erlendir blaðamenn sem segja mikla óreiðu á landamærum Rússlands. Frá því að lokað var fyrir BBC í Rússlandi í morgun hefur fréttastofan deilt frétt frá árinu 2019 á Twitter síðu sinni þar sem útlistað er hvernig fólk geti komist inn á síður sem hefur verið lokað fyrir í ákveðnum ríkjum. Fréttastofan minnir á að hægt sé að opna vefsíðu hennar á „huldunetinu“ svokallaða (e. dark web). BBC News is available on the dark web in Ukrainian and Russian: https://t.co/KdCPfTTO7P— BBC News Technology (@BBCTech) March 4, 2022 Þá hefur fréttastofan deilt hlekkjum á vefsíðu sem veitir fólki strax aðgengi að fréttasíðunni á hulduvefnum samstundis, sé þegar búið að loka fyrir aðgengi að fréttasíðunni. BBC News in Russian: https://t.co/EUXDJLsZMs— BBC News Technology (@BBCTech) March 4, 2022 Rússneska Dúman samþykkti þá í morgun frumvarp til laga um að hver sá sem deili „falsfréttum“ af stríðinu í Úkraínu eigi yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist. Rússar mega nú hvorki tala um stríðið sem stríð, innrás eða árás, enda vilja rússnesk stjórnvöld meina að um „sértæka hernaðaraðgerð“ sé að ræða til að koma stjórnvöldum í Úkraínu, sem hylmi yfir nasista og dópista, frá völdum. Þá hafa rússneskir þingmenn gert það ólöglegt að kalla eftir því að Rússland verði beitt refsiaðgerðum. Það var gert í morgun en Rússar hafa verið beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Samkvæmt rússnesku fréttaveitunni Tass, sem er í eigu rússneskra yfirvalda, verður hægt að refsa fólki með sektum eða allt að þriggja ára vist í fangelsi eða vinnubúðum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Hernaður Tengdar fréttir Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12 Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49 „Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns“ Vinkonur frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði stóðu hlið við hlið í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík í morgun. Þær segja stríðið vera þeim ákaflega þungbært. 3. mars 2022 21:01 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Blaðamaður Financial Times segir að um sé að ræða svo gott sem alla erlenda fjölmiðla sem skrifa fréttir á rússnesku í Rússlandi. Russia's media censor says it's blocked the websites of the BBC, Voice of America, Radio Free Europe, Deutsche Welle, and Meduza for "spreading fakes about Ukraine." This is basically all the foreign-based media reporting in Russian.https://t.co/eu6TQponRE— max seddon (@maxseddon) March 4, 2022 Þegar hefur nokkrum rússneskum fjölmiðlum verið lokað frá því innrásin hófst og á undanförnum mánuðum og árum. Blaðamenn í Rússlandihafa margir hverjir yfirgefið landið nú þegar. Þar á meðal eru erlendir blaðamenn sem segja mikla óreiðu á landamærum Rússlands. Frá því að lokað var fyrir BBC í Rússlandi í morgun hefur fréttastofan deilt frétt frá árinu 2019 á Twitter síðu sinni þar sem útlistað er hvernig fólk geti komist inn á síður sem hefur verið lokað fyrir í ákveðnum ríkjum. Fréttastofan minnir á að hægt sé að opna vefsíðu hennar á „huldunetinu“ svokallaða (e. dark web). BBC News is available on the dark web in Ukrainian and Russian: https://t.co/KdCPfTTO7P— BBC News Technology (@BBCTech) March 4, 2022 Þá hefur fréttastofan deilt hlekkjum á vefsíðu sem veitir fólki strax aðgengi að fréttasíðunni á hulduvefnum samstundis, sé þegar búið að loka fyrir aðgengi að fréttasíðunni. BBC News in Russian: https://t.co/EUXDJLsZMs— BBC News Technology (@BBCTech) March 4, 2022 Rússneska Dúman samþykkti þá í morgun frumvarp til laga um að hver sá sem deili „falsfréttum“ af stríðinu í Úkraínu eigi yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist. Rússar mega nú hvorki tala um stríðið sem stríð, innrás eða árás, enda vilja rússnesk stjórnvöld meina að um „sértæka hernaðaraðgerð“ sé að ræða til að koma stjórnvöldum í Úkraínu, sem hylmi yfir nasista og dópista, frá völdum. Þá hafa rússneskir þingmenn gert það ólöglegt að kalla eftir því að Rússland verði beitt refsiaðgerðum. Það var gert í morgun en Rússar hafa verið beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Samkvæmt rússnesku fréttaveitunni Tass, sem er í eigu rússneskra yfirvalda, verður hægt að refsa fólki með sektum eða allt að þriggja ára vist í fangelsi eða vinnubúðum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Hernaður Tengdar fréttir Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12 Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49 „Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns“ Vinkonur frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði stóðu hlið við hlið í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík í morgun. Þær segja stríðið vera þeim ákaflega þungbært. 3. mars 2022 21:01 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12
Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49
„Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns“ Vinkonur frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði stóðu hlið við hlið í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík í morgun. Þær segja stríðið vera þeim ákaflega þungbært. 3. mars 2022 21:01