Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2022 13:36 Erindrekar ganga út af fundi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þegar Sergei Lavrov tekur til máls. AP/Salvatore Di Nolfi Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. Meirihluti diplómata á Mannréttindaráðstefnu SÞ gekk út af fundinum þegar hann tók til máls og sömu sögu var að segja af afvopnunarráðstefnu SÞ í morgun. #UPDATE Ukraine's ambassador and diplomats from a wide number of countries staged a walkout Tuesday as Russia's foreign minister addressed the Conference on Disarmament in Geneva pic.twitter.com/dn3kCloRrR— AFP News Agency (@AFP) March 1, 2022 Lavrov sagði á afvopnunarráðstefnunni í Genf í morgun að tími sé kominn til að bandarísk kjarnorkuvopn verði fjarlægð úr Evrópu. HAnn sagði veru þeirra óásættanlega fyrir Rússa, sem hafa þó ítrekað hótað kjarnorkuárásum á undanförnum vikum og dögum og segjast hafa sett kjarnorkusveitir sínar í viðbragðsstöðu. Sendinefnd Úkraínu á ráðstefnunni gekk út úr salnum á meðan Lavrov hélt ávarp sitt og erindrekar fjölda annarra ríkja gerðu slíkt hið sama. Þar á meðal voru erindrekar Evrópusambandsríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands. „Til að sýna samstöðu gengu erindrekar ESB og aðrir út af fundinum með erindreka Úkraínu þegar Lavrov ávarpaði fundinn. Það er ekki hægt að ætlast þess af okkur að sitja hjá þegar Rússland dreifir falsupplýsingum og lygum um árásir þeirra gegn Úkraínu,“ skrifaði sendinefnd ESB á Twitter. As a sign of solidarity EU Ambassadors & others decided to leave w Ukraine the room when FM Lavrov addressed @UN_HRC & Conference on Disarmament. We cannot be expected to sit by while Russia is actively spreading disinformation & falsehoods regarding its aggression against 🇺🇦 pic.twitter.com/X5Vb7CTE3c— EU at the UN - Geneva #MultilateralismMatters (@EU_UNGeneva) March 1, 2022 Erindrekar á afvopnunarráðstefnunni voru ekki einir um það. Meirihluti erindreka, sem staddir voru á Mannréttindaráðstefnu SÞ í morgun, gengu út þegar Lavrov tók til máls. Hann var staddur á fundinum í gegn um fjarfundarbúnað og þegar fundarstjórar buðu hann velkominn stóðu tugir erindreka upp og gengu út. HRC members walk out once Lavrov’s video began to play in the session of the Council. Enough of exposure to the deranged lunacy of war criminals. We will listen to you at International Tribunal for War Crimes of Putin’s Regime pic.twitter.com/neDqBYccxk— Sergiy Kyslytsya (@SergiyKyslytsya) March 1, 2022 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir „Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. 1. mars 2022 13:30 Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade. 1. mars 2022 12:30 „Get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt“ Úkraínumaðurinn Andriy Voronin, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er hættur sem aðstoðarþjálfari Dynamo Moskvu í Rússlandi og hefur yfirgefið landið. 1. mars 2022 13:01 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Meirihluti diplómata á Mannréttindaráðstefnu SÞ gekk út af fundinum þegar hann tók til máls og sömu sögu var að segja af afvopnunarráðstefnu SÞ í morgun. #UPDATE Ukraine's ambassador and diplomats from a wide number of countries staged a walkout Tuesday as Russia's foreign minister addressed the Conference on Disarmament in Geneva pic.twitter.com/dn3kCloRrR— AFP News Agency (@AFP) March 1, 2022 Lavrov sagði á afvopnunarráðstefnunni í Genf í morgun að tími sé kominn til að bandarísk kjarnorkuvopn verði fjarlægð úr Evrópu. HAnn sagði veru þeirra óásættanlega fyrir Rússa, sem hafa þó ítrekað hótað kjarnorkuárásum á undanförnum vikum og dögum og segjast hafa sett kjarnorkusveitir sínar í viðbragðsstöðu. Sendinefnd Úkraínu á ráðstefnunni gekk út úr salnum á meðan Lavrov hélt ávarp sitt og erindrekar fjölda annarra ríkja gerðu slíkt hið sama. Þar á meðal voru erindrekar Evrópusambandsríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands. „Til að sýna samstöðu gengu erindrekar ESB og aðrir út af fundinum með erindreka Úkraínu þegar Lavrov ávarpaði fundinn. Það er ekki hægt að ætlast þess af okkur að sitja hjá þegar Rússland dreifir falsupplýsingum og lygum um árásir þeirra gegn Úkraínu,“ skrifaði sendinefnd ESB á Twitter. As a sign of solidarity EU Ambassadors & others decided to leave w Ukraine the room when FM Lavrov addressed @UN_HRC & Conference on Disarmament. We cannot be expected to sit by while Russia is actively spreading disinformation & falsehoods regarding its aggression against 🇺🇦 pic.twitter.com/X5Vb7CTE3c— EU at the UN - Geneva #MultilateralismMatters (@EU_UNGeneva) March 1, 2022 Erindrekar á afvopnunarráðstefnunni voru ekki einir um það. Meirihluti erindreka, sem staddir voru á Mannréttindaráðstefnu SÞ í morgun, gengu út þegar Lavrov tók til máls. Hann var staddur á fundinum í gegn um fjarfundarbúnað og þegar fundarstjórar buðu hann velkominn stóðu tugir erindreka upp og gengu út. HRC members walk out once Lavrov’s video began to play in the session of the Council. Enough of exposure to the deranged lunacy of war criminals. We will listen to you at International Tribunal for War Crimes of Putin’s Regime pic.twitter.com/neDqBYccxk— Sergiy Kyslytsya (@SergiyKyslytsya) March 1, 2022
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir „Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. 1. mars 2022 13:30 Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade. 1. mars 2022 12:30 „Get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt“ Úkraínumaðurinn Andriy Voronin, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er hættur sem aðstoðarþjálfari Dynamo Moskvu í Rússlandi og hefur yfirgefið landið. 1. mars 2022 13:01 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
„Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. 1. mars 2022 13:30
Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade. 1. mars 2022 12:30
„Get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt“ Úkraínumaðurinn Andriy Voronin, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er hættur sem aðstoðarþjálfari Dynamo Moskvu í Rússlandi og hefur yfirgefið landið. 1. mars 2022 13:01