Erlent

Harry stefnir út­gefanda Daily Mail

Smári Jökull Jónsson skrifar
Harry Bretaprins hefur höfðað meiðyrðamál gegn útgefanda Daily Mail.
Harry Bretaprins hefur höfðað meiðyrðamál gegn útgefanda Daily Mail. Vísir/AP

Harry Bretaprins hefur höfðað meiðyrðamál gegn útgefanda breska dagblaðsins Daily Mail vegna greinar sem Mail On Sunday birti á sunnudag um öryggismál Harry og fjölskyldu.

Hertoginn Harry og eiginkona hans, Meghan Markle hertogynjan af Suessex, hafa átt í deilum vegna öryggismála í tengslum við fyrirhugaðar heimsóknir til Bretlandseyja. Þau vilja sjálf greiða fyrir gæslu fjölskyldunnar þegar þau eru í Bretlandi í stað þess að skattgreiðendur þurfi að borga brúsann.

Lögfræðingar Harry hafa sagt að ómögulegt sé fyrir hertogann og fjölskyldu hans að koma heim til Bretlands því það sé of hættulegt. Hefur fjölskyldan átt í deilum við stjórnvöld vegna þessa.

Þau hafa nú höfðað mál gegn Associated Newspapers Limited, útgefanda Daily mail vegna greinar sem birt var á sunnudaginn var. Þar var sagt frá hvernig Harry á að hafa reynt að halda deilum sínum vegna öryggisgæslunnar leyndum.

Harry og Megan sögðu sig frá skyldum sínum innan konungsfjölskyldunnar í upphafi árs 2020. Hertogynjan höfðaði sjálf mál gegn útgefanda Daily Mail vegna greina sem sögðu frá og birtu hluta úr handskrifuðum bréfum sem Megan hafði sent föður sínum Thomas Markle, en feðginin hafa átt í litum samskiptum síðustu árin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×