Markmiðið að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá nasismann“ Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2022 07:44 Vladimír Pútín Rússlandsforseti ávarpaði þjóðina í nótt. AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti ávarpaði þjóð sína klukkan þrjú að íslenskum tíma þar sem hann sagðist hafa samþykkt hernaðaraðgerð í aðskilnaðarhéruðunum Luhansk og Donetsk í Úkraínu. Pútín sagði að það væri óhjákvæmilegt að til átaka kæmi milli rússneskra og úkraínskra hersveita. Hann sagði einnig að Rússar ætli sér ekki að hernema úkraínskt landsvæði. Pútín sagði í ávarpi sínu að markmið Rússa með aðgerðunum væri að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „að afmá nasismann“ sem hann segir grassera í landinu. Rússar gætu ekki lengur sætt sig við það sem hann lýsir sem hótunum af hendi Úkraínumanna. Hvatti hann jafnframt úkraínska hermenn til að leggja niður vopn og að Úkraínustjórn bæri ábyrgð á öllum þeim blóðsúthellingum sem kynnu að verða. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur hafnað því að verið sé að ráðast á úkraínskar borgir heldur sé spjótum beint að innviðum úkraínska hersins, varnarkerfum og flugher landsins. Hátæknivopnum, mjög nákvæmum, séu notuð til þess, að því er segir í rússneska fjölmiðlinum RIA. Í ávarpi sínu varaði rússneski forsetinn jafnframt við því að önnur ríki færu að skipta sér af deilunni. Rússar myndu þannig bregðast við undir eins færi einhver þriðji aðili að skipta sér af.
Pútín sagði að það væri óhjákvæmilegt að til átaka kæmi milli rússneskra og úkraínskra hersveita. Hann sagði einnig að Rússar ætli sér ekki að hernema úkraínskt landsvæði. Pútín sagði í ávarpi sínu að markmið Rússa með aðgerðunum væri að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „að afmá nasismann“ sem hann segir grassera í landinu. Rússar gætu ekki lengur sætt sig við það sem hann lýsir sem hótunum af hendi Úkraínumanna. Hvatti hann jafnframt úkraínska hermenn til að leggja niður vopn og að Úkraínustjórn bæri ábyrgð á öllum þeim blóðsúthellingum sem kynnu að verða. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur hafnað því að verið sé að ráðast á úkraínskar borgir heldur sé spjótum beint að innviðum úkraínska hersins, varnarkerfum og flugher landsins. Hátæknivopnum, mjög nákvæmum, séu notuð til þess, að því er segir í rússneska fjölmiðlinum RIA. Í ávarpi sínu varaði rússneski forsetinn jafnframt við því að önnur ríki færu að skipta sér af deilunni. Rússar myndu þannig bregðast við undir eins færi einhver þriðji aðili að skipta sér af.
Rússland Átök í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22 Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08 Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
„Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22
Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08
Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23