Erlent

Úkraína óskar eftir neyðar­fundi í Öryggis­ráði Sam­einuðu þjóðanna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu.
Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu. Vísir/AP

Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin.

Utanríkisráðherrann Dmytro Kuleba skrifaði færslu á Twitter í kvöld þar sem hann óskaði eftir neyðarfundi ráðsins.  Sagði hann að ósk aðskilnaðarsinna í Donetsk og Luhansk um aðstoð rússneska hersins auki enn frekar á ógnina við öryggið í landinu.

Fyrr í kvöld var lýst yfir neyðarástandi í höfuðborginni Kiev en aðskilnaðarsinnar í héröðunum tveimur óskuðu eftir aðstoð rússneska hersins vegna ágangs Úkraínumanna. 

Samskiptafulltrúi Hvíta hússins sagði á blaðamannafundi að yfirvöld í Moskvu héldu áfram að sigla undir fölsku flaggi og að beiðni aðskilnaðarsinnanna væri merki um tilraun Rússa til að réttlæta átök.

Maxar Technologies birtu í kvöld gervihnattamyndir sem sýna nýjar hersveitir Rússa við landmærin, sérstaklega á sævðinu í kringum Belgorod sem er skammt frá landamærum Úkraínu.

„Margar hersveitanna sem sjást á myndum frá því í dag eru innan við 20 kílómetra frá landamærunum og um 80 kílómetrum frá borginni Kharkiv,“ en þar búa um ein og hálf milljón manns.

Á myndunum sést að flestar hersveitirnar eru tilbúnar í bardaga og eru í minni hópum í skóglendi og á ökrum á svæðinu. 


Tengdar fréttir

Aðskilnaðarsinnar biðja Rússa um hernaðaraðstoð

Aðskilnaðarsinnar í héruðunum Doetsk og Luhansk í Úkraínu hafa óskað eftir hernaðaraðstoð frá Rússlandi til að bregðast við ágangi Úkraínumanna. Þetta hefur AP fréttastofan eftir talsmanni Kreml.

Neyðarástandi lýst yfir í Kiev

Borgarstjórinn í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni sem tekur gildi á miðnætti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.