Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2022 20:50 Valur Guðmundsson, sagnfræðingur og rithöfundur. Stöð 2 Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi á næstu dögum og hefði hörmulegar afleiðingar, að mati leiðtoga sem sótt hafa öryggisráðstefnu í Munchen í dag. Íslenskur sérfræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað Pútín ætli sér. Nokkur flugfélög hafa ákveðið að hætta flugi til og frá Úkraínu eftir helgi og borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér en vitað er um 24 með tengsl við Ísland í landinu. Spennan á landamærunum magnast en leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu lýstu yfir allsherjar herkvaðningu í dag. „Ég ætla að tala tæpitungulaust. Það er deginum ljósara að ef Rússar ráðast lengra inn í Úkraínu munu Bandaríkin ásamt bandamönnum og vinum leggja verulegar og fordæmalausar viðskiptatakmarkanir á þá,“ sagði Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna í dag. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur ræddi stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Ertu sammála þessu að innrás í Úkraínu sé yfirvofandi á næstu dögum eins og til dæmis bandaríkjaforseti hefur hamrað á undanfarna daga? „Það er ómögulegt að segja nákvæmlega hvað Pútín gengur til en svo virðist vera sem hann ætli að þvinga fram einhverja niðurstöðu í þessu stríði sem hefur staðið í átta ár, þar sem fjórtán þúsund manns hafa þegar dáið. Einn möguleiki er að gera það með hervaldi, gera einhvers konar takmarkaða innrás og mögulega koma höggi á Úkraínumenn, sem er líklegra en allsherjarinnrás í landið. Eða hann gæti einfaldlega verið að hóta slíku til að þvinga Úkraínumenn til samningaborðsins,“ segir Valur. Hann telur það frekar Pútín í hag að þvinga Úkraínumenn til samninga en að gera innrás. „Stríð er honum ekki í hag og allsherjarstríð alls ekki. Þá segir hann ómögulegt að segja til um það hvernig Pútín metur það, það sé það sem heimbyggðin sé að velta fyrir sér. Stríð kæmi Rússum illa Hvað finnst þér sennilegast? „Við höfum þessi fordæmi frá Georgíu og Krímskaga, hann mun annað hvort lýsa yfir sjálfstæði þessara ríkja eða hóta að gera slíkt, eða ráðast á þá. Pútín hefur oftast haft sans fyrir því hversu langt hann kemst og hversu langt hann getur gengið og allherjarstríð við Úkraínu myndi koma Rússlandi mjög illa. Ekki síst út af viðskiptaþvingunum,“ segir Valur. Hann segir allan vara vera góðan þegar kemur að því að hvetja fólk með tengsl við Ísland til að yfirgefa Úkraínu og að það sé erfitt að segja fólki að hafa engar áhyggjur af stöðunni. Þó sé hæpið að þeir 24 með tengsl við Ísland séu í lífshættu í Úkraínu. Ólíklegt að gripið verði til kjarnorkuvopna Ef allt fer á versta veg erum við þá hugsanlega að tala um að þarna gæti orðið kjarnorkustyrjöld? „Það er nú afskaplega langt í það, það eru eiginlega engar líkur á því að Rússar beiti kjarnorkuvopnun gegn Úkraínu, sem bæði yrði óvinsælt og ef vindáttin blési myndi það heldur betur koma þeim illa. En maður hefur alltaf áhyggjur. Kjarnorkustríð er versti kosturinn, fyrr ætti að prófa allt annað. Vonandi lýkur þessum máli á næstu dögum,“ segir Valur. Þá segir hann að heræfingum Rússa á svæðinu eigi að ljúka á morgun. Annað hvort verði þeir að hörfa eða útskýra hvers vegna þeir gera það ekki. Því sé ögurstund á allra næstu dögum. Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19. febrúar 2022 16:55 Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi, hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu í Donetsk og Luhansk. Í gær tilkynntu þeir að almennir borgarar yrðu fluttir úr héruðunum og til Rússlands. 19. febrúar 2022 10:32 Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. 18. febrúar 2022 23:08 Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20 Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Nokkur flugfélög hafa ákveðið að hætta flugi til og frá Úkraínu eftir helgi og borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér en vitað er um 24 með tengsl við Ísland í landinu. Spennan á landamærunum magnast en leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu lýstu yfir allsherjar herkvaðningu í dag. „Ég ætla að tala tæpitungulaust. Það er deginum ljósara að ef Rússar ráðast lengra inn í Úkraínu munu Bandaríkin ásamt bandamönnum og vinum leggja verulegar og fordæmalausar viðskiptatakmarkanir á þá,“ sagði Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna í dag. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur ræddi stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Ertu sammála þessu að innrás í Úkraínu sé yfirvofandi á næstu dögum eins og til dæmis bandaríkjaforseti hefur hamrað á undanfarna daga? „Það er ómögulegt að segja nákvæmlega hvað Pútín gengur til en svo virðist vera sem hann ætli að þvinga fram einhverja niðurstöðu í þessu stríði sem hefur staðið í átta ár, þar sem fjórtán þúsund manns hafa þegar dáið. Einn möguleiki er að gera það með hervaldi, gera einhvers konar takmarkaða innrás og mögulega koma höggi á Úkraínumenn, sem er líklegra en allsherjarinnrás í landið. Eða hann gæti einfaldlega verið að hóta slíku til að þvinga Úkraínumenn til samningaborðsins,“ segir Valur. Hann telur það frekar Pútín í hag að þvinga Úkraínumenn til samninga en að gera innrás. „Stríð er honum ekki í hag og allsherjarstríð alls ekki. Þá segir hann ómögulegt að segja til um það hvernig Pútín metur það, það sé það sem heimbyggðin sé að velta fyrir sér. Stríð kæmi Rússum illa Hvað finnst þér sennilegast? „Við höfum þessi fordæmi frá Georgíu og Krímskaga, hann mun annað hvort lýsa yfir sjálfstæði þessara ríkja eða hóta að gera slíkt, eða ráðast á þá. Pútín hefur oftast haft sans fyrir því hversu langt hann kemst og hversu langt hann getur gengið og allherjarstríð við Úkraínu myndi koma Rússlandi mjög illa. Ekki síst út af viðskiptaþvingunum,“ segir Valur. Hann segir allan vara vera góðan þegar kemur að því að hvetja fólk með tengsl við Ísland til að yfirgefa Úkraínu og að það sé erfitt að segja fólki að hafa engar áhyggjur af stöðunni. Þó sé hæpið að þeir 24 með tengsl við Ísland séu í lífshættu í Úkraínu. Ólíklegt að gripið verði til kjarnorkuvopna Ef allt fer á versta veg erum við þá hugsanlega að tala um að þarna gæti orðið kjarnorkustyrjöld? „Það er nú afskaplega langt í það, það eru eiginlega engar líkur á því að Rússar beiti kjarnorkuvopnun gegn Úkraínu, sem bæði yrði óvinsælt og ef vindáttin blési myndi það heldur betur koma þeim illa. En maður hefur alltaf áhyggjur. Kjarnorkustríð er versti kosturinn, fyrr ætti að prófa allt annað. Vonandi lýkur þessum máli á næstu dögum,“ segir Valur. Þá segir hann að heræfingum Rússa á svæðinu eigi að ljúka á morgun. Annað hvort verði þeir að hörfa eða útskýra hvers vegna þeir gera það ekki. Því sé ögurstund á allra næstu dögum.
Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19. febrúar 2022 16:55 Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi, hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu í Donetsk og Luhansk. Í gær tilkynntu þeir að almennir borgarar yrðu fluttir úr héruðunum og til Rússlands. 19. febrúar 2022 10:32 Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. 18. febrúar 2022 23:08 Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20 Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19. febrúar 2022 16:55
Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi, hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu í Donetsk og Luhansk. Í gær tilkynntu þeir að almennir borgarar yrðu fluttir úr héruðunum og til Rússlands. 19. febrúar 2022 10:32
Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. 18. febrúar 2022 23:08
Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20
Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03