Enski boltinn

Bolton fékk skell í fyrsta byrjunarliðsleik Jóns Daða

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Bolton máttu þola stórt tap í kvöld.
Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Bolton máttu þola stórt tap í kvöld. Dave Howarth - CameraSport via Getty Images

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Bolton máttu þola 3-1 tap er liðið heimsótti Burton Albion í ensku C-deildinni í kvöld.

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Jóns Daða síðan hann gekk í raði Bolton í síðasta mánuði, en leikurinn fór ekki vel af stað fyrir hans menn.

Heimamenn í Burton tóku forystuna strax á 11. mínútu með marki frá Joe Powell. Þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir að John Brayford kom boltanum í netið og Brayford var svo aftur á ferðinni á 18. mínútu þegar hann skoraði þriðja mark Burton.

Gestirnir í Bolton náðu að koma inn einu sárabótamarki í uppbótartíma síðari hálfleiks, en þá var það orðið of seint. Lokatölur urðu því 3-1, Burton Albion í vil.

Bolton situr í tíunda sæti deildarinnar með 45 stig eftir 32 leiki, tveimur stigum og tveimur sætum fyrir ofan Burton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×