Erlent

Fjórir látnir og fimm­tán enn saknað eftir að togari sökk

Atli Ísleifsson skrifar
Villa de Pitanxo hefur verið gerður út frá Galisíu.
Villa de Pitanxo hefur verið gerður út frá Galisíu. Grupo Nores

Fjórir hafa fundist látnir og fimmtán er enn saknað eftir að spænskur togari sökk undan austurströnd Kanada í morgun. Tekist hefur að bjarga þremur.

Talsmaður spænskra stjórnvalda staðfesti þetta á fréttamannafundi um hádegisbil og að grannt sé fylgst með leitinni.

Spænska blaðið El País segir að báturinn, Villa de Pitanxo, hafi sokkið um klukkan sex að íslenskum tíma. Vitað er að sextán skipverjanna séu spænskir ríkisborgarar en aðrir frá Gana og Perú.

Báturinn er gerður úr frá bænum Pontevedra í Galisíu á norðurstönd Spánar. Útgerðin hefur stundað veiðar meðal annars undan strönd Nýfundnalands í Kanada og svo á hafsvæði undan strönd Máritaníu og Gíneu-Bissaú.

Villa del Pitanxo sigldi frá Galisíu 26. janúar áleiðis yfir Atlantshaf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×