Hinn 19 ára gamli Oliver er örvæfttur miðvörður sem er uppalinn á Akranesi en hélt ytra árið 2019. Fyrir ekki svo löngu var hann orðaður við Breiðablik en nú er ljóst að hann mun leika með ÍA á komandi leiktíð.
ÍA er í óðaönn að safna liði fyrir sumarið en miklar mannabreytingar hafa orðið þar á. Jón Þór Hauksson er tekinn við af Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem þjálfari liðsins og þá virðist sem það verði töluverðar breytingar á leikmannahópi liðsins.
Oliver skrifar undir lánssamning út tímabilið og er ánægður með að vera kominn á heimaslóðir.
„Gott að vera kominn aftur í ÍA og ég hlakka til sumarsins,“ sagði Oliver eftir að vistaskiptin voru staðfest.