KRR viðurkennir mistök og biður Þróttara afsökunar Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2022 13:13 Þróttarastelpurnar stilltu sér upp ásamt þjálfurum sínum. Enginn bikar fór þó á loft og verðlaunapeningarnir bíða annars tíma, varla betri tíma. Einar Jónsson Forráðamenn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, KRR, hafa sent frá sér yfirlýsingu og viðurkennt að mistök voru gerð þegar Þrótturum voru ekki afhent verðlaun í gærkvöld eftir að hafa orðið Reykjavíkurmeistarar kvenna í fótbolta. Þróttur mætti Fjölni í Egilshöll í gærkvöld og ljóst var að með sigri myndu Þróttarar tryggja sér sinn fyrsta titil í sögunni. Það gekk eftir því með afar öruggum 6-1 sigri varð ljóst að ekkert lið gæti náð Þrótti að stigum í keppninni, þó að ekki hefðu öll lið lokið keppni. Þróttarar fögnuðu að vonum vel og innilega þrátt fyrir vonbrigði yfir því að fá engan verðlaunagrip í hendurnar. Í yfirlýsingu KRR segir að þau mistök að Þróttarar skyldu ekki fá verðlaunagrip til að fagna með í gær séu tilkomin vegna þess að leikjadagskrá hafi riðlast vegna veðurs og Covid-19. Uppfært: Þróttur fær verðlaunin sín á morgun í hálfleik á leik Þróttar og Fylkis í Lengjubikarnum sem hefst í Egilshöll kl. 16:00. Yfirlýsing Knattspyrnuráðs Reykjavíkur: Á sama tíma og Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) óskar Reykjavíkurmeisturum Þróttar í kvennaflokki innilega til hamingju með titilinn vill ráðið biðjast einlæglega afsökunar á að ekki hafi farið farið fram verðlaunaafhending að loknum síðasta leik þeirra í mótinu. Um mistök er að ræða en leikir höfðu riðlast vegna veðurs og COVID 19 sem varð til þess að KRR yfirsást tímasetning leiksins. Þróttur hefur náð gríðarlegum árangri á þessu leiktímabili og er vel að titlinum komin. Verið er að skoða hvenær verðlaunaafhending geti farið fram og í samráði við Þrótt. Við drögum lærdóm af þessu og mun KRR í samráði við aðildarfélög bæta verklag sitt svo mistök sem þessi endurtaki sig ekki. Virðingarfyllst, f.h. KRR Steinn Halldórsson Formaður Jónas Sigurðsson Formaður mótanefndar Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Þróttur í Reykjavík vann sögulegan sigur á Reykjavíkurmótinu í fótbolta með því að leggja Fjölni að velli 6-1 í Egilshöll í kvöld. Ólíkt Reykjavíkurmeisturunum í karlaflokki var enginn mættur til að afhenda Þrótturum bikar að leik loknum. 11. febrúar 2022 00:18 Þróttarar Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn eftir stórsigur Þróttur Reykjavík varð Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins með 6-1 stórsigri gegn Fjölni í kvöld. 10. febrúar 2022 23:02 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Þróttur mætti Fjölni í Egilshöll í gærkvöld og ljóst var að með sigri myndu Þróttarar tryggja sér sinn fyrsta titil í sögunni. Það gekk eftir því með afar öruggum 6-1 sigri varð ljóst að ekkert lið gæti náð Þrótti að stigum í keppninni, þó að ekki hefðu öll lið lokið keppni. Þróttarar fögnuðu að vonum vel og innilega þrátt fyrir vonbrigði yfir því að fá engan verðlaunagrip í hendurnar. Í yfirlýsingu KRR segir að þau mistök að Þróttarar skyldu ekki fá verðlaunagrip til að fagna með í gær séu tilkomin vegna þess að leikjadagskrá hafi riðlast vegna veðurs og Covid-19. Uppfært: Þróttur fær verðlaunin sín á morgun í hálfleik á leik Þróttar og Fylkis í Lengjubikarnum sem hefst í Egilshöll kl. 16:00. Yfirlýsing Knattspyrnuráðs Reykjavíkur: Á sama tíma og Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) óskar Reykjavíkurmeisturum Þróttar í kvennaflokki innilega til hamingju með titilinn vill ráðið biðjast einlæglega afsökunar á að ekki hafi farið farið fram verðlaunaafhending að loknum síðasta leik þeirra í mótinu. Um mistök er að ræða en leikir höfðu riðlast vegna veðurs og COVID 19 sem varð til þess að KRR yfirsást tímasetning leiksins. Þróttur hefur náð gríðarlegum árangri á þessu leiktímabili og er vel að titlinum komin. Verið er að skoða hvenær verðlaunaafhending geti farið fram og í samráði við Þrótt. Við drögum lærdóm af þessu og mun KRR í samráði við aðildarfélög bæta verklag sitt svo mistök sem þessi endurtaki sig ekki. Virðingarfyllst, f.h. KRR Steinn Halldórsson Formaður Jónas Sigurðsson Formaður mótanefndar
Á sama tíma og Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) óskar Reykjavíkurmeisturum Þróttar í kvennaflokki innilega til hamingju með titilinn vill ráðið biðjast einlæglega afsökunar á að ekki hafi farið farið fram verðlaunaafhending að loknum síðasta leik þeirra í mótinu. Um mistök er að ræða en leikir höfðu riðlast vegna veðurs og COVID 19 sem varð til þess að KRR yfirsást tímasetning leiksins. Þróttur hefur náð gríðarlegum árangri á þessu leiktímabili og er vel að titlinum komin. Verið er að skoða hvenær verðlaunaafhending geti farið fram og í samráði við Þrótt. Við drögum lærdóm af þessu og mun KRR í samráði við aðildarfélög bæta verklag sitt svo mistök sem þessi endurtaki sig ekki. Virðingarfyllst, f.h. KRR Steinn Halldórsson Formaður Jónas Sigurðsson Formaður mótanefndar
Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Þróttur í Reykjavík vann sögulegan sigur á Reykjavíkurmótinu í fótbolta með því að leggja Fjölni að velli 6-1 í Egilshöll í kvöld. Ólíkt Reykjavíkurmeisturunum í karlaflokki var enginn mættur til að afhenda Þrótturum bikar að leik loknum. 11. febrúar 2022 00:18 Þróttarar Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn eftir stórsigur Þróttur Reykjavík varð Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins með 6-1 stórsigri gegn Fjölni í kvöld. 10. febrúar 2022 23:02 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Þróttur í Reykjavík vann sögulegan sigur á Reykjavíkurmótinu í fótbolta með því að leggja Fjölni að velli 6-1 í Egilshöll í kvöld. Ólíkt Reykjavíkurmeisturunum í karlaflokki var enginn mættur til að afhenda Þrótturum bikar að leik loknum. 11. febrúar 2022 00:18
Þróttarar Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn eftir stórsigur Þróttur Reykjavík varð Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins með 6-1 stórsigri gegn Fjölni í kvöld. 10. febrúar 2022 23:02