„Dregur úr sigrinum okkar og er pínu óvirðing“ Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2022 10:33 Þróttarar eru ekki húmorslausir og hafa hér bætt bikar inn á myndina af Reykjavíkurmeisturunum. Einar Jónsson „Ég hefði alltaf haldið að við myndum fá bikarinn afhentan eftir leikinn því ég held að það sé nú þannig í langflestum öðrum keppnum,“ segir Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði nýrra Reykjavíkurmeistara Þróttar í fótbolta. Álfhildur bjóst við að fá bikar í hendurnar í Egilshöll í gærkvöld, þann fyrsta í sögu síns liðs, eftir 6-1 sigur á Fjölni í lokaleik Þróttara í Reykjavíkurmótinu. Sú varð ekki raunin og eina skýringin sem Álfhildur og liðsfélagar hennar fengu var sú að verðlaunagripur Reykjavíkurmótsins, sem haldið er af Knattspyrnuráði Reykjavíkur, væri aðeins afhentur þegar öllum leikjum mótsins væri lokið. „Eins og við Þróttarar séum ekki teknir nógu alvarlega og hvað þá í kvennabolta“ Þó þarf aðeins að leita tvö ár aftur í tímann til að sjá að Fylkiskonur fengu bikar í leikslok eftir að hafa tryggt sér Reykjavíkurmeistaratitilinn, þó að mótinu væri ekki lokið. „Manni finnst að eins og að ef þetta hefði verið Valur þá hefði bikarinn mögulega verið tilbúinn á bakvið tjöldin. Það er stundum eins og við Þróttarar séum ekki teknir nógu alvarlega, og hvað þá í kvennabolta,“ segir Álfhildur. „Við vorum með marga Köttara sem voru mættir til að horfa á leikinn og fylgjast með okkur fá bikarinn afhentan. Það voru allir að búast við því. En þegar sú varð ekki raunin var tekið símtal og okkur sagt að bikarinn væri ekki afhentur fyrr en eftir að mótið kláraðist. Ég veit ekki hvort að það var bara einhver afsökun eða hvað. Ég vissi ekki betur,“ segir Álfhildur. Vita ekkert um hvenær bikarinn verður afhentur Hún hefur ekki hugmynd um það hvenær hún fær bikarinn í hendurnar og raunar virðist bikarinn hafa villst til karlaliðs Vals ef marka má tíst frá Orra Sigurði Ómarssyni sem varð Reykjavíkurmeistari með Val á dögunum. Bikarinn sem við fengum var merktur Reykjavíkurmót kvenna 2022. Veit ekki hvort hann se á Hliðarenda ennþá — Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) February 10, 2022 „Ég hef ekki heyrt neitt meira um það hvenær bikarinn á að vera afhentur. Hvort það verði bara komið með hann á æfingu til okkar. Þetta virðist alla vega verða voða óformlegt eitthvað,“ segir Álfhildur. Hún ítrekar að með því að fá ekki bikarinn afhentan hafi ákveðin stund verið tekin af Þrótturum sem ekki fáist aftur. „Þetta hefði skapað meiri stemningu, að fá einhverja viðurkenningu þarna á staðnum. Það hefði verið hægt að gera meira úr þessu. Þetta dregur úr sigrinum okkar og er pínu óvirðing.“ Ekki hefur náðst í Stein Halldórsson, formann KRR, í morgun. Unnu Íslandsmeistarana í tveggja daga leik Sigurinn á Reykjavíkurmótinu er nýjasta dæmið um uppgang Þróttar síðustu misserin en liðið náði sínum besta árangri í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, þegar það varð í 3. sæti, og einnig sínum besta árangri í bikarkeppninni þar sem liðið vann til silfurverðlauna. „Það hefur aldrei gengið neitt sérstaklega vel hjá okkur á Reykjavíkurmótinu en í ár vorum við með ótrúlega sterkt lið á undirbúningstímabilinu og ákváðum bara að fara alla leið, og gerðum það,“ segir Álfhildur. Það var erfitt að spila leik Þróttar við Val vegna snjókomu.Bjarni Einarsson Stóra skrefið í átt að sigrinum í Reykjavíkurmótinu, þar sem allir keppa við alla í sjö liða riðli, var 2-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals í ansi skrautlegum leik. Þróttarar skoruðu mörkin tvö í fyrri hálfleik en mikil snjókoma kom í veg fyrir að hægt væri að spila seinni hálfleikinn fyrr en daginn eftir, inni í Egilshöll. „Það er auðvitað heldur óvenjulegt að spila einn leik yfir tvo daga. Það gerði þetta svolítið spes. Maður var kominn í gírinn þegar við vorum 2-0 yfir og það var erfitt að mæta daginn eftir og klára leikinn, en það tókst og við vorum mjög stoltar af þessum sigri,“ segir Álfhildur. Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Álfhildur bjóst við að fá bikar í hendurnar í Egilshöll í gærkvöld, þann fyrsta í sögu síns liðs, eftir 6-1 sigur á Fjölni í lokaleik Þróttara í Reykjavíkurmótinu. Sú varð ekki raunin og eina skýringin sem Álfhildur og liðsfélagar hennar fengu var sú að verðlaunagripur Reykjavíkurmótsins, sem haldið er af Knattspyrnuráði Reykjavíkur, væri aðeins afhentur þegar öllum leikjum mótsins væri lokið. „Eins og við Þróttarar séum ekki teknir nógu alvarlega og hvað þá í kvennabolta“ Þó þarf aðeins að leita tvö ár aftur í tímann til að sjá að Fylkiskonur fengu bikar í leikslok eftir að hafa tryggt sér Reykjavíkurmeistaratitilinn, þó að mótinu væri ekki lokið. „Manni finnst að eins og að ef þetta hefði verið Valur þá hefði bikarinn mögulega verið tilbúinn á bakvið tjöldin. Það er stundum eins og við Þróttarar séum ekki teknir nógu alvarlega, og hvað þá í kvennabolta,“ segir Álfhildur. „Við vorum með marga Köttara sem voru mættir til að horfa á leikinn og fylgjast með okkur fá bikarinn afhentan. Það voru allir að búast við því. En þegar sú varð ekki raunin var tekið símtal og okkur sagt að bikarinn væri ekki afhentur fyrr en eftir að mótið kláraðist. Ég veit ekki hvort að það var bara einhver afsökun eða hvað. Ég vissi ekki betur,“ segir Álfhildur. Vita ekkert um hvenær bikarinn verður afhentur Hún hefur ekki hugmynd um það hvenær hún fær bikarinn í hendurnar og raunar virðist bikarinn hafa villst til karlaliðs Vals ef marka má tíst frá Orra Sigurði Ómarssyni sem varð Reykjavíkurmeistari með Val á dögunum. Bikarinn sem við fengum var merktur Reykjavíkurmót kvenna 2022. Veit ekki hvort hann se á Hliðarenda ennþá — Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) February 10, 2022 „Ég hef ekki heyrt neitt meira um það hvenær bikarinn á að vera afhentur. Hvort það verði bara komið með hann á æfingu til okkar. Þetta virðist alla vega verða voða óformlegt eitthvað,“ segir Álfhildur. Hún ítrekar að með því að fá ekki bikarinn afhentan hafi ákveðin stund verið tekin af Þrótturum sem ekki fáist aftur. „Þetta hefði skapað meiri stemningu, að fá einhverja viðurkenningu þarna á staðnum. Það hefði verið hægt að gera meira úr þessu. Þetta dregur úr sigrinum okkar og er pínu óvirðing.“ Ekki hefur náðst í Stein Halldórsson, formann KRR, í morgun. Unnu Íslandsmeistarana í tveggja daga leik Sigurinn á Reykjavíkurmótinu er nýjasta dæmið um uppgang Þróttar síðustu misserin en liðið náði sínum besta árangri í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, þegar það varð í 3. sæti, og einnig sínum besta árangri í bikarkeppninni þar sem liðið vann til silfurverðlauna. „Það hefur aldrei gengið neitt sérstaklega vel hjá okkur á Reykjavíkurmótinu en í ár vorum við með ótrúlega sterkt lið á undirbúningstímabilinu og ákváðum bara að fara alla leið, og gerðum það,“ segir Álfhildur. Það var erfitt að spila leik Þróttar við Val vegna snjókomu.Bjarni Einarsson Stóra skrefið í átt að sigrinum í Reykjavíkurmótinu, þar sem allir keppa við alla í sjö liða riðli, var 2-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals í ansi skrautlegum leik. Þróttarar skoruðu mörkin tvö í fyrri hálfleik en mikil snjókoma kom í veg fyrir að hægt væri að spila seinni hálfleikinn fyrr en daginn eftir, inni í Egilshöll. „Það er auðvitað heldur óvenjulegt að spila einn leik yfir tvo daga. Það gerði þetta svolítið spes. Maður var kominn í gírinn þegar við vorum 2-0 yfir og það var erfitt að mæta daginn eftir og klára leikinn, en það tókst og við vorum mjög stoltar af þessum sigri,“ segir Álfhildur.
Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó