Erlent

Fönguðu tvo áfanga í geimskoti með myndavélum á jörðu niðri

Samúel Karl Ólason skrifar
Falcon 9 eldflaug SpaceX losnar frá farminum og snýr aftur til jarðar.
Falcon 9 eldflaug SpaceX losnar frá farminum og snýr aftur til jarðar.

Geimferðafyrirtækið SpaceX birti um helgina nýtt myndband af geimskoti sem fangaði tvo atburði í geimskotum sem sjást iðulega ekki. Það er þegar eldflaugin sendir farminn af stað og snýr við til jarðar og þegar farmhlífinni er sleppt og hún látin falla til jarðar.

Eins og fram kemur í frétt Space.com var myndbandið tekið 31. janúar þegar SpaceX skaut gervihnetti fyrir ítalska aðila á loft frá Flórída. Notast var við Falcon 9 eldflaug SpaceX en þær eru hannaðar til að snúa aftur til jarðar og lenda eftir geimskot.

Myndbandið hefst nokkrum mínútum eftir geimskotið. Tiltölulega snemma má sjá skilnaðinn milli eldflaugarinnar og farmsins og má sjá hreyfla eldflaugarinnar snúa henni aftur til jarðar. 

Eftir um fjórar mínútur má sjá þegar þegar farmhlífarnar losna og falla aftur til jarðar.

Með því að lenda eldflaugum aftur í stað þess að láta þær brenna upp í gufuhvolfinu hefur starfsmönnum SpaceX tekist að draga verulega úr kostnaði við geimskot. Þetta var til að mynda þriðja geimskot þessarar tilteknu eldflaugar.

Þá hafa starfsmenn fyrirtækisins sömuleiðis varið miklu púðri í að reyna að endurnýja farmhlífarnar, sem eru nokkurs konar nef eldflauga og kallast „fairing“ á ensku. Hlífarnar verja gervihnetti og annað sem skotið er út í geim frá hita og þrýstingi sem myndast við geimskot. Hlífarnar kosta margar milljónir dala.

Starfsmenn SpaceX hafa komið fyrir fallhlífum á þeim og skynjurum og reynt að grípa þær með drónaskipum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×