Rooney ræðir vandamál sín utan vallar: „Lokaði mig inni og drakk“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2022 10:46 Wayne Rooney ræddi um þau vandamál sem hann hefur átt í utan vallar. Mick Walker - CameraSport via Getty Images Wayne Rooney, markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, segist hafa snúið sér að drykkju til að takast á við álagið sem fylgir frægðinni. Þessi fyrrum framherji Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta ræddi opinskátt um sín persónulegu vandamál í viðtölum við ensku miðlana The Daily Mail og The Times. Þar talar hann um það hvernig það er að fara frá því að vera barn að alast upp í blokk í Liverpool yfir í að verða ofurstjarna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á einni nóttu. „Að fara frá því og yfir í að spila í ensku úrvalsdeildinni og með enska landsliðinu 16 ára gamall er eitthvað sem ég var ekki tilbúinn í,“ sagði Rooney, en þessi nú 36 ára þjálfari Derby County lék sinn fyrsta leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Hann lék sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark fyrir enska landsliðið aðeins 17 ára og 18 ára gamall skoraði hann þrennu í Meistaradeild Evrópu í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United. „Ég hafði aldrei hugsað um hina hliðina á því að vera fótboltamaður. Ég var ekki tilbúinn í þann hluta af lífinu.“ „Það tók mig langan tíma að venjast því og átta mig á því hvernig ég ætti að takast á við það. Þetta var eins og að vera hent inn í ókunnugar aðstæður þar sem þér líður ekki vel og þetta var mjög erfitt fyrir mig.“ Wayne Rooney skoraði 183 mörk í 393 deildarleikjum fyrir Manchester United.James Baylis - AMA/Getty Images Rooney er ekki bara markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, heldur hefur hann skorað fleiri mörk fyrir Manchester United en nokkur annar. Hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með félaginu, en segist hafa gert mörg mistök sem ungur leikmaður. Þar á meðal hafi hann leitað í áfengi til að takast á við álagið. „Á mínum fyrstu árum hjá Manchester United og líklega alveg þangað til ég og konan mín eignuðumst okkar fyrsta barn þá lokaði ég mig í rauninni bara af. Ég fór aldrei út,“ sagði Rooney. „Það komu tímar þar sem við fengum nokkra daga í frí frá fótbolta og þá lokaði ég mig inni og drakk. Bara til þess að reyna að hafa hugann við eitthvað annað.“ „Þetta var bara uppsafnað álag. Álagið af því að spila fyrir hönd þjóðarinnar, að spila fyrir Manchester United. Álagið út af sumu af því sem sagt var um mitt persónulega líf í blöðunum. Ég var bara að reyna að takast á við þetta allt.“ Framherjinn segist ekki hafa viljað ræða um vandamál sín við neinn hjá Manchester United þegar hann var leikmaður hjá liðinu þar sem að svoleiðis tíðkaðist ekki á þeim tíma. Nú sé fólk hins vegar hvatt til þess að ræða opinskátt um sín vandamál og það sé af hinu góða. „Ég var alltaf að reyna að finna leiðir til að takast á við þetta sjálfur. Þegar ég var að alast upp þá fór maður í rauninni aldrei og byrjaði bara að tala við einhvern í blokkinni. Maður fann alltaf leiðir til að takast á við hlutina sjálfur og það er það sem ég gerði í stað þess að biðja um hjálp.“ „Núna er fólk hins vegar hvatt til að tala um svona lagað. Á þessum tíma leið mér þannig að það væri ekki séns á því að ég gæti bara mætt inn í búningsklefa og byrjað að tala um hvernig mér leið af því að það var bara eitthvað sem maður gerði ekki.“ „Þá endar maður á því að þjást innra með sér í stað þess að hleypa tilfinningum sínum út,“ sagði Rooney að lokum. Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Þessi fyrrum framherji Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta ræddi opinskátt um sín persónulegu vandamál í viðtölum við ensku miðlana The Daily Mail og The Times. Þar talar hann um það hvernig það er að fara frá því að vera barn að alast upp í blokk í Liverpool yfir í að verða ofurstjarna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á einni nóttu. „Að fara frá því og yfir í að spila í ensku úrvalsdeildinni og með enska landsliðinu 16 ára gamall er eitthvað sem ég var ekki tilbúinn í,“ sagði Rooney, en þessi nú 36 ára þjálfari Derby County lék sinn fyrsta leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Hann lék sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark fyrir enska landsliðið aðeins 17 ára og 18 ára gamall skoraði hann þrennu í Meistaradeild Evrópu í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United. „Ég hafði aldrei hugsað um hina hliðina á því að vera fótboltamaður. Ég var ekki tilbúinn í þann hluta af lífinu.“ „Það tók mig langan tíma að venjast því og átta mig á því hvernig ég ætti að takast á við það. Þetta var eins og að vera hent inn í ókunnugar aðstæður þar sem þér líður ekki vel og þetta var mjög erfitt fyrir mig.“ Wayne Rooney skoraði 183 mörk í 393 deildarleikjum fyrir Manchester United.James Baylis - AMA/Getty Images Rooney er ekki bara markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, heldur hefur hann skorað fleiri mörk fyrir Manchester United en nokkur annar. Hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með félaginu, en segist hafa gert mörg mistök sem ungur leikmaður. Þar á meðal hafi hann leitað í áfengi til að takast á við álagið. „Á mínum fyrstu árum hjá Manchester United og líklega alveg þangað til ég og konan mín eignuðumst okkar fyrsta barn þá lokaði ég mig í rauninni bara af. Ég fór aldrei út,“ sagði Rooney. „Það komu tímar þar sem við fengum nokkra daga í frí frá fótbolta og þá lokaði ég mig inni og drakk. Bara til þess að reyna að hafa hugann við eitthvað annað.“ „Þetta var bara uppsafnað álag. Álagið af því að spila fyrir hönd þjóðarinnar, að spila fyrir Manchester United. Álagið út af sumu af því sem sagt var um mitt persónulega líf í blöðunum. Ég var bara að reyna að takast á við þetta allt.“ Framherjinn segist ekki hafa viljað ræða um vandamál sín við neinn hjá Manchester United þegar hann var leikmaður hjá liðinu þar sem að svoleiðis tíðkaðist ekki á þeim tíma. Nú sé fólk hins vegar hvatt til þess að ræða opinskátt um sín vandamál og það sé af hinu góða. „Ég var alltaf að reyna að finna leiðir til að takast á við þetta sjálfur. Þegar ég var að alast upp þá fór maður í rauninni aldrei og byrjaði bara að tala við einhvern í blokkinni. Maður fann alltaf leiðir til að takast á við hlutina sjálfur og það er það sem ég gerði í stað þess að biðja um hjálp.“ „Núna er fólk hins vegar hvatt til að tala um svona lagað. Á þessum tíma leið mér þannig að það væri ekki séns á því að ég gæti bara mætt inn í búningsklefa og byrjað að tala um hvernig mér leið af því að það var bara eitthvað sem maður gerði ekki.“ „Þá endar maður á því að þjást innra með sér í stað þess að hleypa tilfinningum sínum út,“ sagði Rooney að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira