Norðmenn stíga stórt skref í átt að takmarkaleysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2022 20:27 Jonas Gahr Støre er forsætisráðherra Noregs. EPA/Kay Nietfeld Norðmenn áætla að vera búnir að afnema allar takmarkanir vegna kórónuveirunnar þann 17. febrúar næstkomandi. Strax í kvöld verður stórum hluta takmarkana þó aflétt. „Miðað við allt sem við vitum í dag, þá er rétt að afnema flestar takmarkanir, með undantekningum þó,“ hefur VG eftir Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, sem ávarpaði fréttamenn á fundi í dag. Klukkan ellefu í kvöld að staðartíma, tíu að íslenskum tíma, verður ýmsum takmörkunum aflétt í Noregi. Þannig falla allar fjöldatakmarkanir úr gildi, sem og fjarlægðarmörk á sitjandi viðburðum. Bann við afgreiðslu áfengis á veitinga- og skemmtistöðum fellur sömuleiðis úr gildi, og skólar hvattir til þess að taka upp fulla staðkennslu að nýju. Þá verður vinnuveitendum sjálfum gert að meta hversu mikil þörf er á heimavinnu starfsmanna sinna, en ítrekað að vinnustaðir geri ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að margir úr starfsliðinu veikist á sama tíma. Þá verður ekki lengur gerð krafa um að ferðamenn undirgangist kórónuveirupróf við komuna til Noregs. Eins metra regla og dansbann „Ég vil þó ítreka: Faraldrinum er ekki lokið. Hvorki í Noregi né úti í heimi. Það verða áfram ráðleggingar og reglur í gildi,“ sagði forsætisráðherrann á fundinum. Eins metra fjarlægðarregla verður enn í gildi á ýmsum stöðum, og grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhafa hana. Þá verður ekki leyfilegt að dansa á skemmtistöðum, sem þó geta nú haft opið inn í nóttina. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að eins metra reglan gildi áfram, en eðli málsins samkvæmt samræmist dans á skemmtistöðum ekki þeirri reglu. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
„Miðað við allt sem við vitum í dag, þá er rétt að afnema flestar takmarkanir, með undantekningum þó,“ hefur VG eftir Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, sem ávarpaði fréttamenn á fundi í dag. Klukkan ellefu í kvöld að staðartíma, tíu að íslenskum tíma, verður ýmsum takmörkunum aflétt í Noregi. Þannig falla allar fjöldatakmarkanir úr gildi, sem og fjarlægðarmörk á sitjandi viðburðum. Bann við afgreiðslu áfengis á veitinga- og skemmtistöðum fellur sömuleiðis úr gildi, og skólar hvattir til þess að taka upp fulla staðkennslu að nýju. Þá verður vinnuveitendum sjálfum gert að meta hversu mikil þörf er á heimavinnu starfsmanna sinna, en ítrekað að vinnustaðir geri ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að margir úr starfsliðinu veikist á sama tíma. Þá verður ekki lengur gerð krafa um að ferðamenn undirgangist kórónuveirupróf við komuna til Noregs. Eins metra regla og dansbann „Ég vil þó ítreka: Faraldrinum er ekki lokið. Hvorki í Noregi né úti í heimi. Það verða áfram ráðleggingar og reglur í gildi,“ sagði forsætisráðherrann á fundinum. Eins metra fjarlægðarregla verður enn í gildi á ýmsum stöðum, og grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhafa hana. Þá verður ekki leyfilegt að dansa á skemmtistöðum, sem þó geta nú haft opið inn í nóttina. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að eins metra reglan gildi áfram, en eðli málsins samkvæmt samræmist dans á skemmtistöðum ekki þeirri reglu.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira