Erlent

Íbúar á austurströndinni moka eftir gríðarlega ofankomu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stundum dugir skóflan einfaldlega ekki til.
Stundum dugir skóflan einfaldlega ekki til. AP/Steven Senne

Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna hamast nú við að moka snjó eftir að honum kyngdi niður um helgina. Ekki hefur snjóað svo mikið á svæðinu í um fjögur ár en verst var ástandið í borgum á borð við Boston og Atlantic City.

Í New York ríki mældist jafnfallinn snjór sumstaðar rúmir sextíu sentimetrar.

Í gær fór síðan rafmagnið af stóru svæði í Massachusetts, sem hafði áhrif á rúmlega þrjátíu þúsund manns. Samgöngur fóru einnig úr skorðum; um sex þúsund flugferðum var aflýst, þar á meðal um níutíu prósent allra ferða frá Boston og New York á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×