„Viljum ekki standa í vegi fyrir þróun okkar leikmanna og þjálfara almennt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2022 08:01 Jóhannes Karl er ekki lengur þjálfari ÍA. vísir/bára Eggert Ingólfur Herbertsson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, segir félagið ekki vilja standa í vegi fyrir þróun leikmanna eða þjálfara félagsins. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 í gær. Jóhannes Karl Guðjónsson var á dögunum ráðinn sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Í kjölfarið sagði hann starfi sínu sem þjálfari ÍA í efstu deild karla lausu. ÍA er því nú í þjálfaraleit en samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins vill það ekki standa í vegi fyrir frama leikmanna né þjálfara þess. Eggert Ingólfur ræddi við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson í gær. „Við heyrðum slúður í fjölmiðlum fyrir þremur vikum síðan. Formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur samband við okkur á þriðjudaginn í þar síðustu viku og biður um heimild að ræða við Jóhannes Karl, við að sjálfsögðu veitum þá heimild. Þetta klárast ekki fyrr en um hádegi á miðvikudaginn var og við tilkynnum leikmönnum þetta síðdegis sama dag.“ „Við viljum ekki standa í vegi fyrir fólki sem villa taka skref sem það telur vera fram á við. Mér persónulega fannst Jóhannes Karl vera í besta starfi í íslenskum fótbolta, ef til vill eru ekki allir sammála því,“ sagði Eggert Ingólfur við þá Elvar Geir og Benedikt Bóas en hann staðfesti einnig að í samningi Jóhannes Karls hafi veri klásúla þess efnis að þjálfarinn hafi mátt ræða við KSÍ ef til þess kæmi. „Þetta var mjög fagmannlega gert af hálfu KSÍ, tímasetningin er hins vegar vissulega vond eins og við vitum öll. KSÍ var mjög faglegt og formaður KSÍ, hún er ekki að fá mikið hól í fjölmiðlum, ég get alveg hælt henni fyrir okkar samskipti, þau voru mjög góð og fagleg,“ sagði Eggert Ingólfur um samskipti sín og Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ. Eggert Ingólfur staðfesti að endingu að KSÍ þurfi að borga ÍA til að losa Jóhannes Karl undan samningi en hann hafi þó ekki viljað gefa upp hversu há upphæðin var. Þá óskaði hann Jóhannesi Karli góðs gengis í nýju starfi og sagði styttast í að ÍA myndi tilkynna eftirmann hans. Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA X977 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson var á dögunum ráðinn sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Í kjölfarið sagði hann starfi sínu sem þjálfari ÍA í efstu deild karla lausu. ÍA er því nú í þjálfaraleit en samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins vill það ekki standa í vegi fyrir frama leikmanna né þjálfara þess. Eggert Ingólfur ræddi við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson í gær. „Við heyrðum slúður í fjölmiðlum fyrir þremur vikum síðan. Formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur samband við okkur á þriðjudaginn í þar síðustu viku og biður um heimild að ræða við Jóhannes Karl, við að sjálfsögðu veitum þá heimild. Þetta klárast ekki fyrr en um hádegi á miðvikudaginn var og við tilkynnum leikmönnum þetta síðdegis sama dag.“ „Við viljum ekki standa í vegi fyrir fólki sem villa taka skref sem það telur vera fram á við. Mér persónulega fannst Jóhannes Karl vera í besta starfi í íslenskum fótbolta, ef til vill eru ekki allir sammála því,“ sagði Eggert Ingólfur við þá Elvar Geir og Benedikt Bóas en hann staðfesti einnig að í samningi Jóhannes Karls hafi veri klásúla þess efnis að þjálfarinn hafi mátt ræða við KSÍ ef til þess kæmi. „Þetta var mjög fagmannlega gert af hálfu KSÍ, tímasetningin er hins vegar vissulega vond eins og við vitum öll. KSÍ var mjög faglegt og formaður KSÍ, hún er ekki að fá mikið hól í fjölmiðlum, ég get alveg hælt henni fyrir okkar samskipti, þau voru mjög góð og fagleg,“ sagði Eggert Ingólfur um samskipti sín og Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ. Eggert Ingólfur staðfesti að endingu að KSÍ þurfi að borga ÍA til að losa Jóhannes Karl undan samningi en hann hafi þó ekki viljað gefa upp hversu há upphæðin var. Þá óskaði hann Jóhannesi Karli góðs gengis í nýju starfi og sagði styttast í að ÍA myndi tilkynna eftirmann hans. Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA X977 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira