Íslenski boltinn

KA sækir bak­vörð til Belgíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KA hefur sótt belgískan vinstri bakvörð fyrir átök sumarsins.
KA hefur sótt belgískan vinstri bakvörð fyrir átök sumarsins. Vísir/Hulda Margrét

KA hefur ákveðið að sækja belgískan vinstri bakvörð fyrir átök sumarsins í efstu deild karla í knattspyrnu hér á landi.

Brynjar Ingi Bjarnason yfirgaf KA síðasta sumar en nú hefur – næstum – nafni hans frá Belgíu samið við Akureyringa. Bryan Van Den Bogaert er þrítugur vinstri bakvörður og mun leika með KA í deild þeirra bestu í sumar.

B.V.D. Bogaert kemur frá belgíska liðinu RWD Molenbeek en það leikur í næstefstu deild þar í landi. Bakvörðurinn hefur flakkað á milli liða á ferli sínum en hann hefur einnig leikið með Westerlo, Royal Antwerp, KSK Heist og Royal Cappellen í Belgíu ásamt Crawley Town, Whitehawk og Ebbsfleet á Bretlandseyjum.

Hann hefur nú ákveðið að skipta belgísku sveitasælunni út fyrir þá íslensku og mun án efa styrkja lið KA á komandi tímabili. Það er vonandi fyrir stuðningsfólk KA að BVDB endist lengur á Akureyri en landi hans gerði síðasta sumar Jonathan Hendrickx.

KA endaði í 4. sæti Pepsi Max-deildar karla sumarið 2021 og stefnir Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, á að lyfta því enn hærra í sumar.

Óvíst er hvenær Bogaert leikur sinn fyrsta leik fyrir KA en reikna má með að það verði í Lengjubikarnum. Hann má sjá í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport sem og það verða markaþættir eftir hverja umferð.


Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.