Erlent

Varaði Úkraínu­menn við að Rússar gætu gert inn­rás í næsta mánuði

Atli Ísleifsson skrifar
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin og bandaríki þeirra myndu bregðast við með afgerandi hætti ef Rússar myndu ráðast inn í Úkraínu.
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin og bandaríki þeirra myndu bregðast við með afgerandi hætti ef Rússar myndu ráðast inn í Úkraínu. AP

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði.

BBC segir frá því að rússnesk stjórnvöld hafi á sama tíma sagt vera litla ástæðu til bjartsýni þegar kemur að því að leysa hnútinn eftir að Bandaríkjastjórn hafnaði helstu kröfum Rússa.

Mikil spenna hefur verið á landamærum Rússlands og Úkraínu, en tugir þúsunda rússneskra hermanna hafa safnast saman við landamærin síðustu vikurnar og hafa margir óttast að innrás sé yfirvofandi. Rússnesk stjórnvöld hafna því þó hafa innrás í hyggju.

Emily Horne, talskona þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Biden hafi látið orðin falla um að Rússar kynnu að ráðast inn í Úkraínu í næsta mánuði í símtali við Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í gær.

Sagði hún Biden hafa varað við þessu um margra mánaða skeið og að forsetinn hafi ítrekað að Bandaríkin og bandamenn þeirra myndu bregðast við með ákveðnum og afgerandi hætti ef Rússar myndi ráðast inn í Úkraínu.


Tengdar fréttir

Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás

Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra.

Segjast ætla að bregðast fljótt við höfnuninni

Það að kröfum Rússa hafi verið hafnað gefur ekki mikið tilefni til jákvæðni en viðræður koma þó enn til greina, að sögn Dmitry Peskovs, talsmanns Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði blaðamönnum í dag að Vesturveldin hefðu ekki tekið tillit til áhyggna Rússa.

Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu

Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.