Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. janúar 2022 18:32 Valur Gunnarsson skrifaði bókina Bjarmalönd sem fjallar meðal annars um stríð í Úkraínu og átök í Rússlandi. Foto: Valur Gunnarsson/Arnar Halldórsson Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. Hernaðarumsvif Rússa við landamæri Úkraínu halda áfram en Bandaríkjastjórn svaraði formlega kröfum þeirra í dag þess efnis að Úkraína muni aldrei fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Því virtust Rússar taka vel og sögðu þetta tilefni til viðræðna á milli landanna tveggja. „Það er merkilegt að fylgjast með þessum stríðsótta sem hefur brotist út, því eiginlega fjarlægar sem menn eru frá miðpunktinum, því meiri er stríðsóttinn. Bandaríkjamenn hafa verið með það á hreinu að innrás væri yfirvofandi en í Úkraínu sjálfri eru menn bara frekar rólegir. Það er ekki búið að kalla út varaliðið, herinn er ekki í viðbragðsstöðu og Úkraínuforseti er frekar að reyna að biðja menn um að vera ekki með þessa histeríu,“ segir Valur. Með þrjú spil á hendi Hersöfnun við landamærin sé vissulega ógn en ekki þar með sagt að ætlunin sé að gera innrás í Úkraínu. „Pútín er í raun með þrjú spil á hendi. Það er Krímskaginn sem hann tók yfir 2014. Það er stríðið í Donbas sem er búið að standa síðan 2014 líka. Og nú er hann kominn með þriðja spilið sem er hersöfnunin við Úkraínu. Með því að draga það til baka er hann búinn að gefa eitt spil frá sér, sem kostar hann ekki neitt, síðan getur hann samið um frið í Donbas en haldið eftir Krímskaga, sem er allt í einu ekki lengur á borðinu,“ segir Valur. Blessunarlega þó séu Úkraínumenn og Rússar farnir að tala saman um lausn á stríðinu í Donbas. Hann segir að meginmarkmið Rússa sé að komast að samningaborðinu. „Með því að búa til ógn eru þeir þar með komnir með samningsstöðu og eru teknir alvarlega, sem þeir geta síðan gefið eftir með þennan her. Jafnvel þó þeir séu sjálfir með kröfur um að Úkraína muni ekki ganga í NATO sem Bandaríkin munu aldrei samþykkja, en á hinn bóginn munu Bandaríkin heldur aldrei hleypa Úkraínu inn í NATO.“ Stækkun NATO til austurs mikil ógn við Rússa Deilan sé fyrst og fremst frá Pútín komin en að ekki megi gleyma ábyrgð vestrænna ríkja í þessu samhengi. „Í stóru myndinni má segja að Vesturlönd beri mikla sök því þau hafa verið að stækka NATO til austurs, sem Rússar geta ekki litið á annað en ógn og hljóta að bregðast við með einhverjum hætti. Ég held að Vesturlönd vanmeti rosalega mikið hvað Rússar líta á NATO sem mikla ógn, sem kemur að þeirra sögu þar sem þeir hafa margoft orðið fyrir innrásum úr vestri. Þannig að Rússar eru í sjálfu sér ekkert minna hræddir við NATO en NATO við Rússland.“ Valur bendir á að mikið framfaraskref hafi orðið þegar leiðtogar ríkjanna tveggja samþykktu að ræða lausn á stríðinu í Donbas, sem staðið hefur síðan 2014. Hins vegar sé ógnin enn til staðar og spennan mikil. „Enginn vill stríð en allt getur farið úr böndunum eins og dæmin sanna, til dæmis eins og í aðdraganda fyrri heimstyrjaldar eða þá hægt að draga allt til baka eins og í Kúbudeilunni,“ segir Valur. Úkraína Rússland Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Hernaðarumsvif Rússa við landamæri Úkraínu halda áfram en Bandaríkjastjórn svaraði formlega kröfum þeirra í dag þess efnis að Úkraína muni aldrei fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Því virtust Rússar taka vel og sögðu þetta tilefni til viðræðna á milli landanna tveggja. „Það er merkilegt að fylgjast með þessum stríðsótta sem hefur brotist út, því eiginlega fjarlægar sem menn eru frá miðpunktinum, því meiri er stríðsóttinn. Bandaríkjamenn hafa verið með það á hreinu að innrás væri yfirvofandi en í Úkraínu sjálfri eru menn bara frekar rólegir. Það er ekki búið að kalla út varaliðið, herinn er ekki í viðbragðsstöðu og Úkraínuforseti er frekar að reyna að biðja menn um að vera ekki með þessa histeríu,“ segir Valur. Með þrjú spil á hendi Hersöfnun við landamærin sé vissulega ógn en ekki þar með sagt að ætlunin sé að gera innrás í Úkraínu. „Pútín er í raun með þrjú spil á hendi. Það er Krímskaginn sem hann tók yfir 2014. Það er stríðið í Donbas sem er búið að standa síðan 2014 líka. Og nú er hann kominn með þriðja spilið sem er hersöfnunin við Úkraínu. Með því að draga það til baka er hann búinn að gefa eitt spil frá sér, sem kostar hann ekki neitt, síðan getur hann samið um frið í Donbas en haldið eftir Krímskaga, sem er allt í einu ekki lengur á borðinu,“ segir Valur. Blessunarlega þó séu Úkraínumenn og Rússar farnir að tala saman um lausn á stríðinu í Donbas. Hann segir að meginmarkmið Rússa sé að komast að samningaborðinu. „Með því að búa til ógn eru þeir þar með komnir með samningsstöðu og eru teknir alvarlega, sem þeir geta síðan gefið eftir með þennan her. Jafnvel þó þeir séu sjálfir með kröfur um að Úkraína muni ekki ganga í NATO sem Bandaríkin munu aldrei samþykkja, en á hinn bóginn munu Bandaríkin heldur aldrei hleypa Úkraínu inn í NATO.“ Stækkun NATO til austurs mikil ógn við Rússa Deilan sé fyrst og fremst frá Pútín komin en að ekki megi gleyma ábyrgð vestrænna ríkja í þessu samhengi. „Í stóru myndinni má segja að Vesturlönd beri mikla sök því þau hafa verið að stækka NATO til austurs, sem Rússar geta ekki litið á annað en ógn og hljóta að bregðast við með einhverjum hætti. Ég held að Vesturlönd vanmeti rosalega mikið hvað Rússar líta á NATO sem mikla ógn, sem kemur að þeirra sögu þar sem þeir hafa margoft orðið fyrir innrásum úr vestri. Þannig að Rússar eru í sjálfu sér ekkert minna hræddir við NATO en NATO við Rússland.“ Valur bendir á að mikið framfaraskref hafi orðið þegar leiðtogar ríkjanna tveggja samþykktu að ræða lausn á stríðinu í Donbas, sem staðið hefur síðan 2014. Hins vegar sé ógnin enn til staðar og spennan mikil. „Enginn vill stríð en allt getur farið úr böndunum eins og dæmin sanna, til dæmis eins og í aðdraganda fyrri heimstyrjaldar eða þá hægt að draga allt til baka eins og í Kúbudeilunni,“ segir Valur.
Úkraína Rússland Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira