Erlent

Hafna kröfu Rússa um að Úkraínu verði meinuð aðild að NATO

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Antony Blinken er utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Antony Blinken er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP

Bandaríkjamenn hafa hafnað kröfu Rússa um að Úkraínu verði meinað að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið, NATO.

Rússar hafa lengi haldið þessari kröfu á lofti en Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur nú hafnað henni formlega. Svar Blinken var sent Rússum í samstarfi við aðrar NATO-þjóðir að því er segir í umfjöllun BBC um málið en viðbrögð hafa enn ekki borist frá Rússum. 

Mikil spenna er nú í Úkraínu þar sem óttast er að innrás Rússa sé yfirvofandi. Þeir sendu á dögunum lista yfir kröfur sínar sem væru til þess fallnar að losa um spennuna og þar á meðal var að Úkraínumönnum og fleiri ríkjum yrði aldrei veitt innganga í NATO. 

Blinken segir í svarbréfi sínu að Úkraína sé sjálfstæð þjóð sem yrði ekki sagt fyrir verkum. Landið geti því sótt um aðild að bandalögum á borð við NATO ef vilji er fyrir slíku.


Tengdar fréttir

Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu

Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×