Moldríki Íslandsvinurinn gæti keypt Man Utd en ekki eins og það er rekið í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2022 12:12 Sir Jim Ratcliffe á nóg af peningum og er stuðningsmaður Manchester United. Þess vegna vilja margir stuðningsmenn sjá hann kaupa félagið. Samsett/EPA Stuðningsmenn Manchester United dreymir flestir um að losna við núverandi eigendur, hina óvinsælu Glazer fjölskyldu frá Bandaríkjunum. Það er einn maður sem hefur verið nefndur til sögunnar en hann er bæði mjög ríkur sem og mikill stuðningsmaður félagsins. Nafn Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe var aftur nefnt til sögunnar í tengslum við Manchester United í vikunni eftir að fréttist af því franska félagið Nice vilji fá Manchester United manninn Jesse Lingard á láni fram á sumar. Við Íslendingar þekkjum vel til Ratcliffe sem er mikill aðdáandi landsins og hefur sýnt það í verki með því að kaupa upp margar jarðir í kringum laxveiðiár á Austurlandi. Hann hefur ekki aðeins áhuga á íslenskum jörðum heldur er hann einnig mikill íþróttaáhugamaður. Hann keypti hjólareiðaliðið Team Sky á sínum tíma, fyrsta fótboltafélagið hans var FC Lausanne-Sport frá Sviss og þá hefur hann einnig keypt í formúlu eitt liðinu Mercedes-Benz. Britain's richest man has explained to Manchester United what they must change before he'll buy them https://t.co/4kirBHmDrg pic.twitter.com/b9BbJbMKL1— Mirror Football (@MirrorFootball) January 26, 2022 Sir Jim Ratcliffe ákvað súðan að kaupa frekar franska félagið Nice fyrir nokkrum árum heldur en að reyna við liðið sem hann heldur með í enska boltanum, nefnilega Manchester United. The Mirror fjallar um möguleg kaup Ratcliffe á Manchester United en samkvæmt fólki í kringum hann eru einhverjar líkur á því að hann reyni að kaupa enskt fótboltafélag í framtíðinni. Blaðið rifjaði upp viðtal við Ratcliffe frá því í nóvember 2019 þar sem hann gagnrýndi félagið sitt og stjórnleysið eftir að Sir Alex Ferguson hætti í maí 2013. „Nei ekki eins og er,“ svaraði Ratcliffe þegar hann var spurður árið 2019 um hvort hann hefði áhuga á því að kaupa Manchester United. „Mitt fyrirtæki [Ineos] vill alls ekki vera ríki vitleysingurinn í bænum. Þeir hafa ekki fundið rétta stjórann og þeir hafa ekki eytt skynsamlega í leikmenn,“ sagði Ratcliffe. „Þeir hafa eytt peningum í vitleysu eins og sést á leikmönnum eins og Fred. Við munum ekki horfa annað fyrr en við höfðum reynt fyrir okkur hér hjá Nice,“ sagði Ratcliffe. „United hefur eytt gríðarlegum pening í leikmenn síðan Ferguson fór og hafa verið slakir, sjokkerandi slakir ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Ratcliffe. „Við viljum finna það út hvernig þú nærð árangri áður en þú skrifar stóru ávísunina. Það er mjög erfitt,“ sagði Ratcliffe. Hann segir mikilvægt að horfa til nærumhverfisins og finna unga leikmenn sem hægt er að gera að öflugum leikmönnum í framtíðinni. Síðan hann tók yfir Nice í ágúst 2019 þá hefur félagið endaði í fimmta og níunda sæti í frönsku deildinni. Liðið er eins og er í öðru sætinu, ellefu stigum á eftir toppliði Paris Saint-Germain. Nice á því góða möguleika á því að komast í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Nafn Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe var aftur nefnt til sögunnar í tengslum við Manchester United í vikunni eftir að fréttist af því franska félagið Nice vilji fá Manchester United manninn Jesse Lingard á láni fram á sumar. Við Íslendingar þekkjum vel til Ratcliffe sem er mikill aðdáandi landsins og hefur sýnt það í verki með því að kaupa upp margar jarðir í kringum laxveiðiár á Austurlandi. Hann hefur ekki aðeins áhuga á íslenskum jörðum heldur er hann einnig mikill íþróttaáhugamaður. Hann keypti hjólareiðaliðið Team Sky á sínum tíma, fyrsta fótboltafélagið hans var FC Lausanne-Sport frá Sviss og þá hefur hann einnig keypt í formúlu eitt liðinu Mercedes-Benz. Britain's richest man has explained to Manchester United what they must change before he'll buy them https://t.co/4kirBHmDrg pic.twitter.com/b9BbJbMKL1— Mirror Football (@MirrorFootball) January 26, 2022 Sir Jim Ratcliffe ákvað súðan að kaupa frekar franska félagið Nice fyrir nokkrum árum heldur en að reyna við liðið sem hann heldur með í enska boltanum, nefnilega Manchester United. The Mirror fjallar um möguleg kaup Ratcliffe á Manchester United en samkvæmt fólki í kringum hann eru einhverjar líkur á því að hann reyni að kaupa enskt fótboltafélag í framtíðinni. Blaðið rifjaði upp viðtal við Ratcliffe frá því í nóvember 2019 þar sem hann gagnrýndi félagið sitt og stjórnleysið eftir að Sir Alex Ferguson hætti í maí 2013. „Nei ekki eins og er,“ svaraði Ratcliffe þegar hann var spurður árið 2019 um hvort hann hefði áhuga á því að kaupa Manchester United. „Mitt fyrirtæki [Ineos] vill alls ekki vera ríki vitleysingurinn í bænum. Þeir hafa ekki fundið rétta stjórann og þeir hafa ekki eytt skynsamlega í leikmenn,“ sagði Ratcliffe. „Þeir hafa eytt peningum í vitleysu eins og sést á leikmönnum eins og Fred. Við munum ekki horfa annað fyrr en við höfðum reynt fyrir okkur hér hjá Nice,“ sagði Ratcliffe. „United hefur eytt gríðarlegum pening í leikmenn síðan Ferguson fór og hafa verið slakir, sjokkerandi slakir ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Ratcliffe. „Við viljum finna það út hvernig þú nærð árangri áður en þú skrifar stóru ávísunina. Það er mjög erfitt,“ sagði Ratcliffe. Hann segir mikilvægt að horfa til nærumhverfisins og finna unga leikmenn sem hægt er að gera að öflugum leikmönnum í framtíðinni. Síðan hann tók yfir Nice í ágúst 2019 þá hefur félagið endaði í fimmta og níunda sæti í frönsku deildinni. Liðið er eins og er í öðru sætinu, ellefu stigum á eftir toppliði Paris Saint-Germain. Nice á því góða möguleika á því að komast í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira