Erlent

Mun aftur svara fyrir veislu­völdin í breska þinginu í dag

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Boris Johnson hefur sætt mikillar gagnrýni vegna veisluhalda í Downingstræti 10 á tímum kórónuveirunnar.
Boris Johnson hefur sætt mikillar gagnrýni vegna veisluhalda í Downingstræti 10 á tímum kórónuveirunnar. AP

Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum.

Svo virðist sem að minnsta kosti sautján veislur hafi verið haldnar á vegum ríkisstjórnarinnar á sama tíma og venjulegu fólki í Englandi var bannað að koma saman.

Nú síðast var upplýst um afmælisveislu sem haldin var til heiðurs forsætisráðherranum í júní. Þá bárust þær fregnir einnig í gær að lögreglan í Lundúnum hefði hafið rannsókn á málinu en það þykir benda til að skýrslan verði æði svört og að Sue Gray hafi látið lögreglu í té upplýsingar sem hún hefur komist að í rannsókn sinni.

Johnson hefur áður beðist afsökunar á veislu sem haldin var í Downingstræti 10 í maí 2020, þar sem gestir voru hvattir til aðmæta með eigið áfengi. Johnson sagðist hafa talið að um vinnutengda samkomu hafi verið að ræða. 


Tengdar fréttir

Lögreglan rannsakar Borisar-boðin

Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum.

Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×