Guardiola setur enn eitt metið | Enginn fljótari í 500 stig Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. janúar 2022 07:01 Pep Guardiola hefur sett hvert metið á fætur öðru síðan hann tók við Manchester City fyrir tæpum sex árum. Naomi Baker/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur sett hvert metið á fætur öðru síðan hann tók við liðinu árið 2016. Fyrir leik Manchester City og Southampton sem fram fór á laugardaginn hafði City náð í 499 stig í stjóratíð Spánverjans. Liðin skildu jöfn 1-1 og því var stig númer 500 komið í hús hjá stjóranum. Þessi 500 stig sótti Pep í aðeins 213 leikjum, en það gera rúmlega 2,3 stig að meðaltali í leik. Enginn stjóri hefur náð í 500 stig í færri leikjum en Pep, en áður átti José Mourinho metið. Portúgalinn þurfti 231 leik til að safna jafn mörgum stigum og kollegi sinn. A look at Pep's incredible impact during his time in the @premierleague! 📊🔥Download 👉 https://t.co/hquZ2Stav3— Manchester City (@ManCity) January 25, 2022 Í tilefni af þessu nýjasta meti stjórans ákvað opinber heimasíða Manchester City að fara yfir öll þau met sem Pep hefur sett í stjóratíð sinni, en hér verður litið yfir nokkur þeirra. Hann var til að mynda einnig sá stjóri sem þurfti fæsta leiki til að ná 300 (125 leikir) og 400 (172 leikir) stigum, og þá hefur ekkert lið skorað 500 mörk í færri leikjum en undir stjórn hans. Það var Englendingurinn Phil Foden sem skoraði mark númer 500 í 7-0 sigri City gegn Leeds í desember. Þá hefur engum stjóra tekist að vinna 150 deildarleiki í ensku úrvalsdeildinni í færri leikjum en Guardiola, en Spánverjinn þurfti aðeins 204 leiki til að klára það verkefni. Það þýðir að í fyrstu 204 leikjum City undir hans stjórn er liðið með tæplega 74 prósent sigurhlutfall. Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjá meira
Fyrir leik Manchester City og Southampton sem fram fór á laugardaginn hafði City náð í 499 stig í stjóratíð Spánverjans. Liðin skildu jöfn 1-1 og því var stig númer 500 komið í hús hjá stjóranum. Þessi 500 stig sótti Pep í aðeins 213 leikjum, en það gera rúmlega 2,3 stig að meðaltali í leik. Enginn stjóri hefur náð í 500 stig í færri leikjum en Pep, en áður átti José Mourinho metið. Portúgalinn þurfti 231 leik til að safna jafn mörgum stigum og kollegi sinn. A look at Pep's incredible impact during his time in the @premierleague! 📊🔥Download 👉 https://t.co/hquZ2Stav3— Manchester City (@ManCity) January 25, 2022 Í tilefni af þessu nýjasta meti stjórans ákvað opinber heimasíða Manchester City að fara yfir öll þau met sem Pep hefur sett í stjóratíð sinni, en hér verður litið yfir nokkur þeirra. Hann var til að mynda einnig sá stjóri sem þurfti fæsta leiki til að ná 300 (125 leikir) og 400 (172 leikir) stigum, og þá hefur ekkert lið skorað 500 mörk í færri leikjum en undir stjórn hans. Það var Englendingurinn Phil Foden sem skoraði mark númer 500 í 7-0 sigri City gegn Leeds í desember. Þá hefur engum stjóra tekist að vinna 150 deildarleiki í ensku úrvalsdeildinni í færri leikjum en Guardiola, en Spánverjinn þurfti aðeins 204 leiki til að klára það verkefni. Það þýðir að í fyrstu 204 leikjum City undir hans stjórn er liðið með tæplega 74 prósent sigurhlutfall.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjá meira