Erlent

Forsætisráðherrann frestaði brúðkaupinu vegna Covid-19

Samúel Karl Ólason skrifar
acinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
acinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. AP/Mark Mitchell

Jacinda Arden, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur frestað brúðkaupi sínu í aðdraganda þess að ríkisstjórn hennar herðir sóttvarnarreglur. Ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er í töluverðri dreifingu á Nýja-Sjálandi þessa dagana.

Til stendur að setja aftur grímuskyldu á og takmarka samkomufjölda en hertar reglur taka gildi á miðnætti ytra.

Í frétt Reuters segir að nýju reglurnar miði við það að ekki megi fleiri en hundrað koma saman og á það meðal annars við brúðkaupsveislur. Það á þó sérstaklega við atburði þar sem notast er við bólusetningarpassa. Þar sem það er ekki gert mega ekki fleiri en 25 koma saman.

Á blaðamannafundi í dag sagði Ardern frá því að brúðkaupi hennar hefði verið frestað og sagðist hún hafa samúð með öðrum í sömu stöðu og hún. Spurð út í hvernig henni liði vegna brúðkaupsins svaraði hún:

„Svona er lífið. Ég er ekkert frábrugðin þúsundum annarra Nýsjálendinga sem orðið mun verr fyrir barðinu á faraldrinum en ég. Það versta er að geta ekki verið með ástvinum, sem eru stundum alvarlega veikir. Það er mun sorglegra en mínar aðstæður.“

Landamæri Nýja-Sjálands hafa verið lokuð erlendum aðilum frá því í mars 2020 en ríkisstjórn Ardern frestaði því nýverið að opna landamærin aftur um miðjan janúar til loka febrúar. Var það vegna mikillar dreifingar kórónuveirunnar meðal nágranna Nýja-Sjálands í Ástralíu.

Um 94 prósent allra íbúa landsins yfir tólf ára aldri hafa fengið minnst tvo skammta bóluefnis.


Tengdar fréttir

Vatnið í eyranu reyndist vera kakka­lakki

Lítill kakkalakki var fjarlægður úr eyra karlmanns á Nýja Sjálandi á mánudag. Þá voru þrír dagar liðnir frá því hann byrjaði að finna fyrir einhverju iða í eyranu á sér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.