Enski boltinn

Jón Daði semur við Bolton

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson er genginn til liðs við Bolton.
Jón Daði Böðvarsson er genginn til liðs við Bolton. Bolton Wanderers

Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur skrifað undir samning við enska C-deildarliðið Bolton Wanderers.

Jón Daði gengut til liðs við Bolton frá Millwall, en hann hefur ekkert leikið fyrir B-deildarliðið á yfirstandandi tímabili. Jón Daði hefur verið á mála hjá Millwall frá 2019.

Bolton situr í 17. sæti C-deildarinnar með 29 stig eftir 25 leiki, aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Jón Daði hóf feril sinn á Englandi árið 2016 með Wolves áður en hann gekk til liðs við Reading. Þaðan fór hann svo til Millwall og nú loks til Bolton. Hann á að baki 62 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bolton festir kaup á íslenskum leikmanni, en Jón Daði er sá áttundi í röðinni. Áður höfðu þeir Guðni Bergs­son, Eiður Smári Guðjohnsen, Arn­ar Gunn­laugs­son, Heiðar Helgu­son, Birk­ir Krist­ins­son, Ólaf­ur Páll Snorra­son og Grét­ar Rafn Steins­son leikið fyrir félagið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.