Jón Daði gengut til liðs við Bolton frá Millwall, en hann hefur ekkert leikið fyrir B-deildarliðið á yfirstandandi tímabili. Jón Daði hefur verið á mála hjá Millwall frá 2019.
Delighted to have signed with Bolton Wanderers. Massive club that I’m proud to be a part of. Can’t wait to get started 👍🏻 #BWFC pic.twitter.com/LQot2ThzwC
— Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) January 20, 2022
Bolton situr í 17. sæti C-deildarinnar með 29 stig eftir 25 leiki, aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Jón Daði hóf feril sinn á Englandi árið 2016 með Wolves áður en hann gekk til liðs við Reading. Þaðan fór hann svo til Millwall og nú loks til Bolton. Hann á að baki 62 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bolton festir kaup á íslenskum leikmanni, en Jón Daði er sá áttundi í röðinni. Áður höfðu þeir Guðni Bergsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Arnar Gunnlaugsson, Heiðar Helguson, Birkir Kristinsson, Ólafur Páll Snorrason og Grétar Rafn Steinsson leikið fyrir félagið.