Harder sökkti West Ham og María lék allan leikinn er Man Utd komst í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2022 22:30 Manchester United vann 1-0 útisigur á Arsenal og er komið í undanúrslit. Twitter/@ManUtdWomen Átta liða úrslit deildarbikars kvenna í knattspyrnu á Englandi fóru fram í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir lék sjötíu mínútur er West Ham United tapaði 4-2 á heimavelli gegn Englandsmeisturum Chelsea. Dagný var í byrjunarliði West Ham sem átti við ofurefli að etja í kvöld. Pernille Harder kom Chelsea yfir um miðbik fyrri hálfleiks en Katerina Svitkova jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan jöfn 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Í þeim síðari tóku Englands-, bikar- og deildarbikarmeistarar Chelsea öll völd á vellinum. Erin Cuthbert kom gestunum í 2-1 áður en Harder bætti við tveimur mörkum og fullkomnaði þar með þrennu sína. Þetta var hennar 50. leikur fyrir félagið og hún fagnaði því með stæl. Winning Wednesdays! #CFCW pic.twitter.com/QJtixMuGGG— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) January 19, 2022 Staðan var því orðin 4-1 gestunum í vil þegar hin unga Halle Houssein minnkaði muninn undir lok leiks fyrir West Ham. Lokatölur 4-2 og Chelsea getur enn varið titil sinn. Dagný var tekin af velli þegar 20 mínútur lifðu leiks. Manchester United gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 útisigur á Arsenal í kvöld. Markið kom undir lok leiks það gerði Alessia Russo eftir undirbúning Katie Zelem. María Þórisdóttir lék allan leikinn í hjarta varnar Man United. Five wins on the spin for Marc Skinner s Reds #MUWomen pic.twitter.com/VTBJYk6Isj— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 19, 2022 Þá vann Manchester City 3-1 sigur á Bristol City og Tottenham Hotspur vann Liverpool 1-0. Það verða því fjögur stórlið í undanúrslitum keppninnar; Chelsea, Tottenham og Manchester-liðin tvö. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Dagný var í byrjunarliði West Ham sem átti við ofurefli að etja í kvöld. Pernille Harder kom Chelsea yfir um miðbik fyrri hálfleiks en Katerina Svitkova jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan jöfn 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Í þeim síðari tóku Englands-, bikar- og deildarbikarmeistarar Chelsea öll völd á vellinum. Erin Cuthbert kom gestunum í 2-1 áður en Harder bætti við tveimur mörkum og fullkomnaði þar með þrennu sína. Þetta var hennar 50. leikur fyrir félagið og hún fagnaði því með stæl. Winning Wednesdays! #CFCW pic.twitter.com/QJtixMuGGG— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) January 19, 2022 Staðan var því orðin 4-1 gestunum í vil þegar hin unga Halle Houssein minnkaði muninn undir lok leiks fyrir West Ham. Lokatölur 4-2 og Chelsea getur enn varið titil sinn. Dagný var tekin af velli þegar 20 mínútur lifðu leiks. Manchester United gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 útisigur á Arsenal í kvöld. Markið kom undir lok leiks það gerði Alessia Russo eftir undirbúning Katie Zelem. María Þórisdóttir lék allan leikinn í hjarta varnar Man United. Five wins on the spin for Marc Skinner s Reds #MUWomen pic.twitter.com/VTBJYk6Isj— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 19, 2022 Þá vann Manchester City 3-1 sigur á Bristol City og Tottenham Hotspur vann Liverpool 1-0. Það verða því fjögur stórlið í undanúrslitum keppninnar; Chelsea, Tottenham og Manchester-liðin tvö.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira