Bergwijn kom Tottenham til bjargar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2022 21:55 Steven Bergwijn reyndist hetja Tottenham í kvöld. Tottenham Hotspur Varamaðurinn Steven Bergwijn kom Tottenham Hotspur til bjargar í 3-2 sigrinum gegn Leicester City í kvöld. Bergwijn skoraði tvívegis í uppbótartíma og sá til þess að Spurs fór heim til Lundúna með stigin þrjú. Leicester tók á móti Tottenham í fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Erfitt var að rýna í við hverju mátti búast enda bæði lið verið upp og niður að undanförnu. Gestirnir frá Lundúnum byrjuðu betur og átti Harry Kane til að mynda skalla í slá sem og það var bjargað á línu frá honum. Það voru hins vegar heimamenn sem komust yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar Patson Daka skóflaði knettinum í netið úr þröngu færi. Harry Kane jafnaði metin þegar sjö mínútur voru til hálfleiks. Hann lék á hvern leikmann Leicester á fætur öðrum áður en hann þrumaði boltanum í netið og staðan 1-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Staðan var markalaus framan af síðari hálfleik en á 76. mínútu kom James Maddison heimamönnum yfir á nýjan leik. Hann skoraði þá eftir undirbúning Harvey Barnes sem hafi aðeins verið inn á vellinum í rétt rúma mínútu. Í kjölfarið kom Bergwijn inn á hjá Tottenham og sá átti eftir að hafa áhrif á leikinn. Þegar komnar voru fimm mínútur fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði hann metin eftir undirbúning Matt Doherty og 79 sekúndum síðar tryggði Bergwijn gestunum sigurinn þegar hann renndi boltanum í netið eftir sendingu Kane. Before you ask...NOBODY Triple Captained Steven Bergwijn! #FPL #LEITOT pic.twitter.com/dzLrmf9rUT— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) January 19, 2022 Lokatölur 3-2 Tottenham í vil eftir hreint ótrúlegar lokamínútur. Tottenham fer upp í 5. sæti deildarinnar með 36 stig eftir 19 leiki. Leicester er á sama tíma í 10. sæti með 25 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Leicester tók á móti Tottenham í fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Erfitt var að rýna í við hverju mátti búast enda bæði lið verið upp og niður að undanförnu. Gestirnir frá Lundúnum byrjuðu betur og átti Harry Kane til að mynda skalla í slá sem og það var bjargað á línu frá honum. Það voru hins vegar heimamenn sem komust yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar Patson Daka skóflaði knettinum í netið úr þröngu færi. Harry Kane jafnaði metin þegar sjö mínútur voru til hálfleiks. Hann lék á hvern leikmann Leicester á fætur öðrum áður en hann þrumaði boltanum í netið og staðan 1-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Staðan var markalaus framan af síðari hálfleik en á 76. mínútu kom James Maddison heimamönnum yfir á nýjan leik. Hann skoraði þá eftir undirbúning Harvey Barnes sem hafi aðeins verið inn á vellinum í rétt rúma mínútu. Í kjölfarið kom Bergwijn inn á hjá Tottenham og sá átti eftir að hafa áhrif á leikinn. Þegar komnar voru fimm mínútur fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði hann metin eftir undirbúning Matt Doherty og 79 sekúndum síðar tryggði Bergwijn gestunum sigurinn þegar hann renndi boltanum í netið eftir sendingu Kane. Before you ask...NOBODY Triple Captained Steven Bergwijn! #FPL #LEITOT pic.twitter.com/dzLrmf9rUT— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) January 19, 2022 Lokatölur 3-2 Tottenham í vil eftir hreint ótrúlegar lokamínútur. Tottenham fer upp í 5. sæti deildarinnar með 36 stig eftir 19 leiki. Leicester er á sama tíma í 10. sæti með 25 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira