Ungstirnið Elanga kom Man Utd á bragðið eftir ömurlegan fyrri hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2022 22:15 Elanga kom Man Utd á bragðið í kvöld. EPA-EFE/PETER POWELL Manchester United vann 3-1 útisigur á Brentford í síðari leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Eftir hörmungar fyrri hálfleik stigu gestirnir upp og sóttu stigin þrjú. Fyrri hálfleikur leiksins var eign heimamanna. Eini leikmaður Manchester United með meðvitund var David De Gea í markinu en hann varði tví- eða þrívegis mjög vel. Ekki í fyrsta skipti sem Spánverjinn heldur sínum mönnum inn í leikjum í vetur. Ralf Rangnick hefur lesið yfir hausamótunum á sínum mönnum í hálfleik því í þeim síðari var allt annað að sjá gestina. Eftir aðeins tíu mínútna leik hafði hinn 19 ára gamli Anthony Elanga komið Man Utd yfir. Anthony Elanga hit the Griddy after scoring his second-ever goal for Manchester United pic.twitter.com/x4voSQ8Yc4— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 Hann fékk sendingu inn á teig Brentford frá Fred, tók við boltanum sem skoppaði upp í loftið svo Elanga endaði á að skalla boltann framhjá Jonas Lössl í marki heimamanna. Skemmtileg afgreiðsla hjá Svíanum unga sem fagnaði gríðarlega. Sjö mínútum síðar var staðan orðin 2-0 en Bruno Fernandes lagði boltann þá Mason Greenwood sem var fyrir opnu marki og gat ekki annað en skorað. Fernandes fékk skemmtilega sendingu frá Cristiano Ronaldo í aðdraganda marksins en Ronaldo „kassaði“ þá boltann fyrir fætur Bruno sem óð að marki. Ronaldo var tekinn af velli í kjölfarið og var allt annað en sáttur. Cristiano Ronaldo after being subbed off pic.twitter.com/hkJHzDJSVF— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 Varamaðurinn Marcus Rashford gulltryggði svo sigurinn þegar hann þrumaði boltanum upp í þaknetið úr þröngu færi eftir sendingu Fernandes. Ivan Toney minnkaði reyndar muninn fyrir heimamenn eftir langt innkast heimamanna þegar fimm mínútur lifðu leiks. Gestirnir voru smeykir eftir að hafa hent frá sér tveggja marka forystu gegn Aston Villa nýverið en tókst að sigla sigrinum heim og næla þar með í stigin þrjú. A proud night for our #MUAcademy Anthony Elanga @MasonGreenwood @MarcusRashford #MUFC | #BREMUN pic.twitter.com/7WQaQIkBvh— Manchester United (@ManUtd) January 19, 2022 Manchester United er í 7. sæti deildarinnar með 35 stig að loknum 21 leik. Brentford er í 14. sæti með 23 stig. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Fyrri hálfleikur leiksins var eign heimamanna. Eini leikmaður Manchester United með meðvitund var David De Gea í markinu en hann varði tví- eða þrívegis mjög vel. Ekki í fyrsta skipti sem Spánverjinn heldur sínum mönnum inn í leikjum í vetur. Ralf Rangnick hefur lesið yfir hausamótunum á sínum mönnum í hálfleik því í þeim síðari var allt annað að sjá gestina. Eftir aðeins tíu mínútna leik hafði hinn 19 ára gamli Anthony Elanga komið Man Utd yfir. Anthony Elanga hit the Griddy after scoring his second-ever goal for Manchester United pic.twitter.com/x4voSQ8Yc4— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 Hann fékk sendingu inn á teig Brentford frá Fred, tók við boltanum sem skoppaði upp í loftið svo Elanga endaði á að skalla boltann framhjá Jonas Lössl í marki heimamanna. Skemmtileg afgreiðsla hjá Svíanum unga sem fagnaði gríðarlega. Sjö mínútum síðar var staðan orðin 2-0 en Bruno Fernandes lagði boltann þá Mason Greenwood sem var fyrir opnu marki og gat ekki annað en skorað. Fernandes fékk skemmtilega sendingu frá Cristiano Ronaldo í aðdraganda marksins en Ronaldo „kassaði“ þá boltann fyrir fætur Bruno sem óð að marki. Ronaldo var tekinn af velli í kjölfarið og var allt annað en sáttur. Cristiano Ronaldo after being subbed off pic.twitter.com/hkJHzDJSVF— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 Varamaðurinn Marcus Rashford gulltryggði svo sigurinn þegar hann þrumaði boltanum upp í þaknetið úr þröngu færi eftir sendingu Fernandes. Ivan Toney minnkaði reyndar muninn fyrir heimamenn eftir langt innkast heimamanna þegar fimm mínútur lifðu leiks. Gestirnir voru smeykir eftir að hafa hent frá sér tveggja marka forystu gegn Aston Villa nýverið en tókst að sigla sigrinum heim og næla þar með í stigin þrjú. A proud night for our #MUAcademy Anthony Elanga @MasonGreenwood @MarcusRashford #MUFC | #BREMUN pic.twitter.com/7WQaQIkBvh— Manchester United (@ManUtd) January 19, 2022 Manchester United er í 7. sæti deildarinnar með 35 stig að loknum 21 leik. Brentford er í 14. sæti með 23 stig.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira