Erlent

Malt­verji nýr for­seti Evrópu­þingsins

Atli Ísleifsson skrifar
Roberta Metsola hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá árinu 2013.
Roberta Metsola hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá árinu 2013. AP

Hin maltneska Roberta Metsola var í morgun kjörin nýr forseti Evrópuþingsins. Hún tekur við stöðunni af hinum ítalska David Sassoli sem lést á dögunum.

Metsola, sem tilheyrir þinghópi Kristilegra demókrata, EPP-blokkinni, þess stærsta á Evrópuþinginu, var ein fjögurra frambjóðenda.

Alls greiddu 458 þingmenn atkvæði með Metsola og 101 með hinni sænsku Alice Bah Kuhnke, frambjóðenda Græningja. Þá voru hin spænska Sira Rego, fræmbjóðandi öfgavinstrimanna, og hinn pólski Kosma Zlotowski, frambjóðandi efasemdarmanna um evrópska samvinnu, einnig í framboði.

Metsola hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá árinu 2013 og verið varaforseti þingsins frá því á síðasta ári. Hún hefur verið áberandi á þinginu síðustu mánuði vegna fjarveru Sassoli sem fór í veikindaleyfi síðasta haust. Hann lést svo 11. janúar síðastliðinn.

Hin 43 ára Metsola hefur verið gagnrýnd af mörgum vegna andstöðu sinnar við fóstureyðingar. Hún sagði þá afstöðu sína þó ekki munu hafa áhrif á störf sín sem þingforseti.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×