Erlent

For­seti Evrópu­þingsins lést á sjúkra­húsi

Atli Ísleifsson skrifar
David Sassoli var kjörinn forseti Evrópuþingsins í júlí 2019.
David Sassoli var kjörinn forseti Evrópuþingsins í júlí 2019. AP

Hinn ítalski David Sassoli, forseti Evrópuþingsins, lést á sjúkrahúsi í nótt, 65 ára að aldri.

Ítalska blaðið La Repubblica greinir frá þessu og vísar í talsmann Sassoli til margra ára, Roberto Cuillo.

Sassoli hefur legið inni á sjúkrahúsi í Aviano í suðurhluta Ítalíu frá öðrum degi jóla vegna ónæmissjúkdóms, en hann aflýsti öllum verkefnum sínum sem þingforseti frá september og fram í nóvember síðastliðinn vegna alvarlegrar lungnabólgu.

Sassoli var meðlimur í ítalska Jafnaðarmannaflokknum og var fyrst kjörinn á Evrópuþingið árið 2009. Í júlí 2019 var hann svo kjörinn forseti Evrópuþingsins.

Í frétt BBC segir að hann hafði áður starfað sem blaðamaður fyrir dagblaðið Il Giorno og sjónvarpsstöðina RAI. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn.

Kjör til að velja nýjan þingforseta í Evrópuþinginu hafði verið sett á dagskrá síðar í þessum mánuði, en Sassoli hafði þegar gefið í skyn að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.