Íslenski boltinn

Fyrir­liði Ís­lands­meistaranna á­fram á Hlíðar­enda

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elísa Viðarsdóttir í leik með Val síðasta sumar.
Elísa Viðarsdóttir í leik með Val síðasta sumar. Vísir/Hulda Margrét

Íslandsmeistarar Vals tilkynntu í dag að Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði þeirra, hefði skrifað undir nýjan samning. Samningurinn er til eins árs.

Hin þrítuga Elísa hefur leikið með Val síðan árið 2016 er hún kom heim frá Svíþjóð. Þar áður lék hún með ÍBV.

Elísa hafði gælt við að fara erlendis að spila og fór á reynslu hjá Danmerkurmeisturum HB Köge og sænsku meisturunum Rosengård áður en hún ákvað að framlengja samning sinn við Val.

„Það er mikil ánægja að tilkynna að fyrirliðinn okkar hefur skrifað undir nýjan samning en hún átti frábært tímabil síðasta sumar þar sem hún leiddi liðið til sigurs á Íslandsmótinu,“ segir í tilkynningu Vals.

Elísa er margreyndur leikmaður sem leikur nær alltaf í stöðu hægri bakvarðar, nema þá þegar hún dúkkaði upp í vinstri bakverði íslenska landsliðsins ekki fyrir allt löngu. Hún á að baki 125 leiki í efstu deild hér á landi sem og 43 A-landsleiki.


Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×