The Athletic greinir frá þessu. Samkvæmt heimildum vefmiðilsins hefur Brentford boðið Eriksen sex mánaða samning með möguleika á eins árs framlengingu.
EXCLUSIVE | Brentford are in talks with Christian Eriksen over a return to the Premier League.
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 17, 2022
The Athletic understands that Brentford have offered the 29-year-old a six-month deal with the option to extend for a further year.
More from @jaydmharris
Hinn 29 ára Eriksen hefur ekkert spilað síðan hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á EM 12. júní í fyrra. Hann fékk samningi sínum við Inter rift í síðasta mánuði en reglur ítalska knattspyrnusambandsins heimiluðu honum ekki að spila með gangráðinn sem var græddur í hann eftir hjartastoppið.
Eriksen þekkir vel til í ensku úrvalsdeildinni en hann lék með Tottenham á árunum 2013-2020, alls 305 leiki. Í þeim skoraði hann 69 mörk.
Brentford er með sterka tengingu við Danmörku. Knattspyrnustjóri liðsins, Thomas Frank, er Dani og nokkrir danskir leikmenn eru í röðum Brentford sem er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Manchester United á miðvikudaginn.