Enski boltinn

Brentford býður Eriksen samning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Christian Eriksen hefur leikið 109 landsleiki fyrir Danmörku og skorað 36 mörk. Fjögur þeirra komu gegn Íslandi.
Christian Eriksen hefur leikið 109 landsleiki fyrir Danmörku og skorað 36 mörk. Fjögur þeirra komu gegn Íslandi. ap/Stuart Franklin

Enska úrvalsdeildarliðið Brentford ætlar að bjóða Christian Eriksen samning.

The Athletic greinir frá þessu. Samkvæmt heimildum vefmiðilsins hefur Brentford boðið Eriksen sex mánaða samning með möguleika á eins árs framlengingu.

Hinn 29 ára Eriksen hefur ekkert spilað síðan hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á EM 12. júní í fyrra. Hann fékk samningi sínum við Inter rift í síðasta mánuði en reglur ítalska knattspyrnusambandsins heimiluðu honum ekki að spila með gangráðinn sem var græddur í hann eftir hjartastoppið.

Eriksen þekkir vel til í ensku úrvalsdeildinni en hann lék með Tottenham á árunum 2013-2020, alls 305 leiki. Í þeim skoraði hann 69 mörk.

Brentford er með sterka tengingu við Danmörku. Knattspyrnustjóri liðsins, Thomas Frank, er Dani og nokkrir danskir leikmenn eru í röðum Brentford sem er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Manchester United á miðvikudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.