Harrison með þrjú er Leeds vann West Ham í markaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2022 16:16 Jack Harrison fagnar einu þriggja marka sinna í dag. Twitter/@premierleague Leeds United vann 3-2 sigur á West Ham United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var einkar fjörugur og undir lok leiks voru mörk dæmd af báðum liðum. Þá fékk Jarrod Bowen sannkallað dauðafæri til að jafna metin í uppbótartíma. Gestirnir í Leeds byrjuðu betur en Jack Harrison kom þeim yfir strax á 10. mínútu. Leeds varð þó fyrir áfalli rúmum tíu mínútum síðar þegar Adam Forshaw, sem lagði upp markið, og Junior Firpo þurftu báðir að fara af velli vegna meiðsla. Þetta nýttu heimamenn sér og Bowen jafnaði metin á 34. mínútu leiksins. Gestirnir voru þó ekki lengi að komast yfir á nýjan leik. Aftur var Harrison á ferðinni, að þessu sinni stýrði hann skalla Luke Ayling eftir hornspyrnu í netið, staðan 1-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Pablo Fornals jafnaði metin í 2-2. Aftur tók það Leeds aðeins örfáar mínútur að taka forystuna á nýjan leik og aftur var Harrison að verki. Hann fullkomnaði þrennu sína með snyrtilegri afgreiðslu eftir sendingu Raphinha inn fyrir vörn heimamanna. Lyfti Harrison boltanum yfir Łukasz Fabiański, markvörð West Ham, sem kom askvaðandi út á móti honum. Staðan orðin 3-2 og enn hálftími til leiksloka. Hat-trick hero! @Harrison_Jack11 pic.twitter.com/Ts6WVlQ00y— Leeds United (@LUFC) January 16, 2022 Mateusz Klich hélt hann hefði gulltryggt sigur Leeds með marki á 73. mínútu en eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins kom í ljós að boltinn fór í Rodrigo sem stóð á marklínunni og þaðan í netið. Rodrigo var hins vegar í rangstöðu og markið tekið af. Skömmu síðar hélt Bowen að hann hefði jafnað metin eftir að hann fylgdi á eftir skoti liðsfélaga síns en Bowen var líkt og Rodrigo rangstæður og staðan enn 3-2. Bowen fékk svo kjörið tækifæri til að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma. Michail Antonio sendi boltann fyrir frá hægri, boltinn hafði viðkomu í varnarmanni sem gæti hafa truflað Bowen en hann þurfti bara að setja höfuðið í boltann tæpum einum og hálfum metra frá marki. Í stað þess ákvað hann að setja bringuna í boltann sem fór yfir markið og Leeds landaði dýrmætum 3-2 sigri. Leeds er í 15. sæti með 22 stig á meðan West Ham er í 4. sæti með 37 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Gestirnir í Leeds byrjuðu betur en Jack Harrison kom þeim yfir strax á 10. mínútu. Leeds varð þó fyrir áfalli rúmum tíu mínútum síðar þegar Adam Forshaw, sem lagði upp markið, og Junior Firpo þurftu báðir að fara af velli vegna meiðsla. Þetta nýttu heimamenn sér og Bowen jafnaði metin á 34. mínútu leiksins. Gestirnir voru þó ekki lengi að komast yfir á nýjan leik. Aftur var Harrison á ferðinni, að þessu sinni stýrði hann skalla Luke Ayling eftir hornspyrnu í netið, staðan 1-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Pablo Fornals jafnaði metin í 2-2. Aftur tók það Leeds aðeins örfáar mínútur að taka forystuna á nýjan leik og aftur var Harrison að verki. Hann fullkomnaði þrennu sína með snyrtilegri afgreiðslu eftir sendingu Raphinha inn fyrir vörn heimamanna. Lyfti Harrison boltanum yfir Łukasz Fabiański, markvörð West Ham, sem kom askvaðandi út á móti honum. Staðan orðin 3-2 og enn hálftími til leiksloka. Hat-trick hero! @Harrison_Jack11 pic.twitter.com/Ts6WVlQ00y— Leeds United (@LUFC) January 16, 2022 Mateusz Klich hélt hann hefði gulltryggt sigur Leeds með marki á 73. mínútu en eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins kom í ljós að boltinn fór í Rodrigo sem stóð á marklínunni og þaðan í netið. Rodrigo var hins vegar í rangstöðu og markið tekið af. Skömmu síðar hélt Bowen að hann hefði jafnað metin eftir að hann fylgdi á eftir skoti liðsfélaga síns en Bowen var líkt og Rodrigo rangstæður og staðan enn 3-2. Bowen fékk svo kjörið tækifæri til að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma. Michail Antonio sendi boltann fyrir frá hægri, boltinn hafði viðkomu í varnarmanni sem gæti hafa truflað Bowen en hann þurfti bara að setja höfuðið í boltann tæpum einum og hálfum metra frá marki. Í stað þess ákvað hann að setja bringuna í boltann sem fór yfir markið og Leeds landaði dýrmætum 3-2 sigri. Leeds er í 15. sæti með 22 stig á meðan West Ham er í 4. sæti með 37 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira