Íslenski boltinn

Þróttur heldur á­fram að bæta við sig leik­mönnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sæunn er gengin til liðs við Þrótt.
Sæunn er gengin til liðs við Þrótt. Þróttur Reykjavík

Sæunn Björnsdóttir hefur gengið til liðs við Þrótt Reykjavík á lánssamningi frá Haukum. Mun hún leika með liðinu í efstu deild kvenna í knattspyrnu í sumar.

Þróttur sendi frá tilkynningu þess efnis nú í dag. Þar kemur fram að Sæunn, sem fædd er árið 2001, sé kraftmikill miðjumaður með reynslu úr efstu deild með bæði Haukum og Fylki. Hún lék með síðarnefnda liðinu sumarið 2021 í Pepsi Max deild kvenna.

Alls hefur Sæunn leikið 135 leiki í meistaraflokki, þar af 34 í efstu deild. Þá á hún að baki tvo leiki fyrir U-19 ára landslið Íslands.

„Sæunn Björnsdóttir er öflug viðbót við kvennalið Þróttar“ segir Kristján Kristjánsson, formaður Knattspyrnudeildar félagsins.

„Hún hefur öðlast góða reynslu nú þegar og býr yfir hæfileikum sem nýtast munu liðinu vel þeirri miklu samkeppni sem framundan er í efstu deild kvenna. Koma hennar undirstrikar enn og aftur að Þrótti er full alvara með að festa sig í deild hinna bestu."

Áður hafa þær Katla Tryggvadóttir, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Danielle Marcano og Freyja Karín Þorvarðardóttir skrifað undir samning við Þrótt um að leika með liðinu á komandi tímabili.


Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.