Fékk drottninguna til að hlæja í tilefni dagsins: „Skal hundur heita ef ég læt kerlingu stjórna mér“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. janúar 2022 21:00 Mette Frederikssen forsætisráðherra var meðal þeirra sem fluttu tölu í tilefni dagsins. AP/Mads Claus Rasmussen Fimmtíu ár eru liðin frá því að Margrét Þórhildur Danadrottning tók við krúnunni. Hátíðarhald var takmarkað vegna kórónuveirufaraldursins en þó var athöfn í danska þinghúsinu í tilefni dagsins. Forsætisráðherra Danmerkur minntist þess þegar landsmenn greiddu atkvæði um hvort kona mætti taka við krúnunni á sínum tíma. Margrét Þórhildur varð drottning Dana þann 14. janúar 1972 eftir að faðir hennar, Friðrik IX, lést 72 ára að aldri. Jens Otto Krag, þáverandi forsætisráðherra landsins, tilkynnti um andlát konungsins á svölum Kristjánsborgarhallar degi síðar og lýsti því þá formlega yfir að Margrét væri ný drottning landsins. Í dag hefur hin 81 árs gamla Margrét Þórhildur verið drottning í 50 ár en einungis Kristján IV, sem réð ríkjum á sautjándu öld, hefur setið lengur á konungsstól í landinu, eða 59 ár. Þó að formlegri hátíðardagskrá hafi verið frestað í dag var afmælisins minnst með athöfn í þinghúsinu þar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra og Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, voru meðal ræðumanna. Þá hélt Margrét Þórhildur og meðlimir fjölskyldu hennar til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu þar sem krans var lagður við leiði foreldra drottningarinnar. Frekari hátíðarhöldum hefur verið frestað fram til september. „Svona varð það og svona er það“ Margrét var elst þriggja dætra Friðriks konungs og Ingiríðar drottningar en á sínum tíma þurfti þjóðaratkvæðagreiðslu til að kona gæti tekið við krúnunni. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, vísaði í ræðu sinni í þinginu í dag til ummæla sem látin voru falla í kringum þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 1953. „Ég vil biðjast afsökunar fyrir fram á orðavalinu. Þetta var ekki kurteislega orðað. En samkvæmt dagbók formannsins var þetta orðað svona: "Ég skal hundur heita ef ég læt kerlingu stjórna mér." Tilvitnun lýkur. En svona varð það og svona er það,“ sagði ráðherrann og hló þá drottningin. Margrét Þórhildur nýtur mikilla vinsælda í Danmörku og virðist því hafa staðið við stóru orðin í ræðunni sem hún flutti þegar hún tók við. Þar bað hún guð um að gefa sér styrk til að taka við arfleið föður hennar en hún sagði það hennar markmið að leggja allan sinn dugnað og kraft í að vera drottning Dana. Hún hefur komið víða við frá því að hún tók við krúnunni og er til að mynda mikill Íslandsvinur. Hún hefur hitt alla forseta Íslands frá því að Kristján Eldjárn var forseti og átti sömuleiðis í mjög góðu sambandi við Vigdísi Finnbogadóttur. Í viðtali við fréttastofu árið 2017 sagðist Margrét alltaf hafa verið mjög meðvituð um sérstök tengsl sín við Ísland. „Fyrstu kynni mín af Íslandi eru frá heimsókn foreldra minna til landsins og það var áður en ég fæddist. Það tengist því að ég ber íslenskt nafn. Foreldrar mínir úskýrðu hvers vegna ég héti Þórhildur og að þau hefðu valið mér íslenskt nafn líka,” sagði Margrét í viðtali við Heimi Már Pétursson. Viðtalið í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Margrét Þórhildur varð drottning Dana þann 14. janúar 1972 eftir að faðir hennar, Friðrik IX, lést 72 ára að aldri. Jens Otto Krag, þáverandi forsætisráðherra landsins, tilkynnti um andlát konungsins á svölum Kristjánsborgarhallar degi síðar og lýsti því þá formlega yfir að Margrét væri ný drottning landsins. Í dag hefur hin 81 árs gamla Margrét Þórhildur verið drottning í 50 ár en einungis Kristján IV, sem réð ríkjum á sautjándu öld, hefur setið lengur á konungsstól í landinu, eða 59 ár. Þó að formlegri hátíðardagskrá hafi verið frestað í dag var afmælisins minnst með athöfn í þinghúsinu þar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra og Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, voru meðal ræðumanna. Þá hélt Margrét Þórhildur og meðlimir fjölskyldu hennar til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu þar sem krans var lagður við leiði foreldra drottningarinnar. Frekari hátíðarhöldum hefur verið frestað fram til september. „Svona varð það og svona er það“ Margrét var elst þriggja dætra Friðriks konungs og Ingiríðar drottningar en á sínum tíma þurfti þjóðaratkvæðagreiðslu til að kona gæti tekið við krúnunni. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, vísaði í ræðu sinni í þinginu í dag til ummæla sem látin voru falla í kringum þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 1953. „Ég vil biðjast afsökunar fyrir fram á orðavalinu. Þetta var ekki kurteislega orðað. En samkvæmt dagbók formannsins var þetta orðað svona: "Ég skal hundur heita ef ég læt kerlingu stjórna mér." Tilvitnun lýkur. En svona varð það og svona er það,“ sagði ráðherrann og hló þá drottningin. Margrét Þórhildur nýtur mikilla vinsælda í Danmörku og virðist því hafa staðið við stóru orðin í ræðunni sem hún flutti þegar hún tók við. Þar bað hún guð um að gefa sér styrk til að taka við arfleið föður hennar en hún sagði það hennar markmið að leggja allan sinn dugnað og kraft í að vera drottning Dana. Hún hefur komið víða við frá því að hún tók við krúnunni og er til að mynda mikill Íslandsvinur. Hún hefur hitt alla forseta Íslands frá því að Kristján Eldjárn var forseti og átti sömuleiðis í mjög góðu sambandi við Vigdísi Finnbogadóttur. Í viðtali við fréttastofu árið 2017 sagðist Margrét alltaf hafa verið mjög meðvituð um sérstök tengsl sín við Ísland. „Fyrstu kynni mín af Íslandi eru frá heimsókn foreldra minna til landsins og það var áður en ég fæddist. Það tengist því að ég ber íslenskt nafn. Foreldrar mínir úskýrðu hvers vegna ég héti Þórhildur og að þau hefðu valið mér íslenskt nafn líka,” sagði Margrét í viðtali við Heimi Már Pétursson. Viðtalið í heild sinni má finna hér fyrir neðan.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira