Boris á hálum ís Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2022 22:18 Boris Johnson, forsætisráðherra Breltands, á þingi í dag. AP/Jessica Taylor Staða Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þykir nokkuð óviss og eru þingmenn Íhaldsflokksins byrjaðir að kalla opinberlega eftir því að hann láti af embætti. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að hann sótti garðveislu við Downingstræti tíu í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Fólk var hvatt il að mæta með eigið áfengi og var veislan haldin til að fagna vinnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveiruna. Forsætisráðherrann baðst afsökunar í dag á því að hafa sótt veisluna. Hann sagðist þó hafa talið að um vinnuviðburð væri að ræða ef eftir á að hyggja hefði hann átt að stöðva veisluna. „Ég hefði átt að finna aðra leið til að þakka þeim og ég hefði átt að sjá að þó veislan væri tæknilega séð í takti við samkomutakmarkanir, myndu milljónir manna ekki sjá það þannig,“ sagði Johnson. Sjá einnig: Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Fjölmiðlar í Bretlandi hafa varið deginum í að ræða við fjölskyldumeðlimi fólks sem dó vegna Covid-19 á þeim tíma sem veislan var haldin og áðurnefndar takmarkanir voru í gildi. Nokkur sem Sky News ræddu við voru meðal annars ósátt við það að á sama tíma og fjölskyldumeðlimir þeirra dóu einir og ekki hefði verið mögulegt að halda hefðbundnar jarðarfarir vegna samkomutakmarkana hafi forsætisráðherrann, sem samþykkti þær, verið í samkvæmi. Þá sögðu einhver að útskýring Johnsons um að hann hefði ekki vitað að þetta væri samkvæmi, væri móðgandi. Blaðamenn BBC ræddu einnig við nokkra um málið. Þar á meðal var Amanda McEgan en dóttir hennar dó úr krabbameini en hennar síðasta mánuð á lífi gat hún ekki hitt vini sína og fjölskyldu vegna takmarkana. Hér má sjá ummæli konu sem heitir Hannah Brady við Sky News. On 20 May 2020, Hannah Brady was getting her father's death certificate signed after he passed away from #COVID19 - the same day Boris Johnson confessed to attending a Downing Street garden drinks party.https://t.co/JlaHiC2h4X📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/KWVma9VOva— Sky News (@SkyNews) January 12, 2022 Stjórnarandstaðan er nokkuð samstíga í því að kalla eftir afsögn forsætisráðherrans en samkvæmt frétt BBC hafa nokkrir háttsettir þingmenn Íhaldsflokksins gert það einnig. Þeirra á meðal er skoski þingmaðurinn Douglas Ross. Hann sagðist hafa átt erfitt samtal við Johnson í dag og sagðist ætla að lýsa því formlega yfir við nefnd sem heldur utan um leiðtogasæti Íhaldsflokksins að hann styddi forsætisráðherrann ekki. Ef 54 þingmenn senda samskonar yfirlýsingu til nefndarinnar mun hefjast formlegt ferli sem gæti leitt til þess að Johnson yrði vikið úr leiðtogasætinu. „Hann er forsætisráðherrann, það er hans ríkisstjórn sem setti þessar reglur og hann verður að bera ábyrgð á gjörðum sínum,“ sagði Ross samkvæmt BBC. Ráðherrar hafa hvatt þingmenn til að bíða eftir niðurstöðum rannsóknar um það hvort reglur hafi verið brotnar í samkvæmum við Downingstræti. Niðurstöðurnar eiga að liggja fyrir á næstunni. William Wragg, annar áhrifamikill meðlimur Íhaldsflokksins, sagði við BBC í dag að staða forsætisráðherrans væri óverjanleg. Það ætti ekki að vera verk þeirra embættismanna sem framkvæma áðurnefnda rannsókn að ákveða framtíð forsætisráðherrans eða hver stjórni Bretlandi. Bretland Tengdar fréttir Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Forsætisráðuneytið bauð hundrað manns í partí þegar tveir máttu koma saman Um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneytis Englands var boðið í garðpartí þann tuttugasta maí 2020, þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. 10. janúar 2022 19:28 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Fólk var hvatt il að mæta með eigið áfengi og var veislan haldin til að fagna vinnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveiruna. Forsætisráðherrann baðst afsökunar í dag á því að hafa sótt veisluna. Hann sagðist þó hafa talið að um vinnuviðburð væri að ræða ef eftir á að hyggja hefði hann átt að stöðva veisluna. „Ég hefði átt að finna aðra leið til að þakka þeim og ég hefði átt að sjá að þó veislan væri tæknilega séð í takti við samkomutakmarkanir, myndu milljónir manna ekki sjá það þannig,“ sagði Johnson. Sjá einnig: Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Fjölmiðlar í Bretlandi hafa varið deginum í að ræða við fjölskyldumeðlimi fólks sem dó vegna Covid-19 á þeim tíma sem veislan var haldin og áðurnefndar takmarkanir voru í gildi. Nokkur sem Sky News ræddu við voru meðal annars ósátt við það að á sama tíma og fjölskyldumeðlimir þeirra dóu einir og ekki hefði verið mögulegt að halda hefðbundnar jarðarfarir vegna samkomutakmarkana hafi forsætisráðherrann, sem samþykkti þær, verið í samkvæmi. Þá sögðu einhver að útskýring Johnsons um að hann hefði ekki vitað að þetta væri samkvæmi, væri móðgandi. Blaðamenn BBC ræddu einnig við nokkra um málið. Þar á meðal var Amanda McEgan en dóttir hennar dó úr krabbameini en hennar síðasta mánuð á lífi gat hún ekki hitt vini sína og fjölskyldu vegna takmarkana. Hér má sjá ummæli konu sem heitir Hannah Brady við Sky News. On 20 May 2020, Hannah Brady was getting her father's death certificate signed after he passed away from #COVID19 - the same day Boris Johnson confessed to attending a Downing Street garden drinks party.https://t.co/JlaHiC2h4X📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/KWVma9VOva— Sky News (@SkyNews) January 12, 2022 Stjórnarandstaðan er nokkuð samstíga í því að kalla eftir afsögn forsætisráðherrans en samkvæmt frétt BBC hafa nokkrir háttsettir þingmenn Íhaldsflokksins gert það einnig. Þeirra á meðal er skoski þingmaðurinn Douglas Ross. Hann sagðist hafa átt erfitt samtal við Johnson í dag og sagðist ætla að lýsa því formlega yfir við nefnd sem heldur utan um leiðtogasæti Íhaldsflokksins að hann styddi forsætisráðherrann ekki. Ef 54 þingmenn senda samskonar yfirlýsingu til nefndarinnar mun hefjast formlegt ferli sem gæti leitt til þess að Johnson yrði vikið úr leiðtogasætinu. „Hann er forsætisráðherrann, það er hans ríkisstjórn sem setti þessar reglur og hann verður að bera ábyrgð á gjörðum sínum,“ sagði Ross samkvæmt BBC. Ráðherrar hafa hvatt þingmenn til að bíða eftir niðurstöðum rannsóknar um það hvort reglur hafi verið brotnar í samkvæmum við Downingstræti. Niðurstöðurnar eiga að liggja fyrir á næstunni. William Wragg, annar áhrifamikill meðlimur Íhaldsflokksins, sagði við BBC í dag að staða forsætisráðherrans væri óverjanleg. Það ætti ekki að vera verk þeirra embættismanna sem framkvæma áðurnefnda rannsókn að ákveða framtíð forsætisráðherrans eða hver stjórni Bretlandi.
Bretland Tengdar fréttir Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Forsætisráðuneytið bauð hundrað manns í partí þegar tveir máttu koma saman Um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneytis Englands var boðið í garðpartí þann tuttugasta maí 2020, þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. 10. janúar 2022 19:28 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54
Forsætisráðuneytið bauð hundrað manns í partí þegar tveir máttu koma saman Um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneytis Englands var boðið í garðpartí þann tuttugasta maí 2020, þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. 10. janúar 2022 19:28