Erlent

Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Johnson hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þurft að svara fyrir meint sóttvarnabrot sín og annarra.
Johnson hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þurft að svara fyrir meint sóttvarnabrot sín og annarra. epa/Neil Hall

Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum.

Um fátt annað er nú rætt í Bretlandi en veislu sem boðið var til í Downingstræti 10 í maí 2020, þar sem starfsliði forsætisráðherrans var boðið og var tilefnið að fagna því hversu góð vinna hafi verið unnin í baráttunni við kórónuveiruna. 

Vandamálið er að á þessum tíma voru öll slík veisluhöld stranglega bönnuð, samkvæmt reglum sem ráðherrann hafði sjálfur kynnt. 

Vitni hafa greint breska ríkisútvarpinu frá því að Johnson sjálfur hafi mætt í veisluna ásamt konu sinni en hann hefur ekki viljað staðfesta að svo hafi verið. 

Fjölmargir þingmenn hafa nú krafist afsagnar Johnsons, ef í ljós kemur að hann hafi mætt í veisluna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.