Rashford fór illa með færin sín í gær og var allt annað en sannfærandi í leik sínum. Sjálfstraustið er lítið en hann hefur nú spilað ellefu leiki í röð án þess að skora. Síðasta mark Rashford kom í 3-0 sigri á Tottenham 30. október síðastliðinn.
En af hverju er Rashford að spila svona illa? „Ég hreinlega veit það ekki,“ sagði Ralf Rangnick.
„Hann er að reyna allt sem hann getur. Hann stóð sig vel á æfingunum á síðustu dögum og þess vegna var hann réttilega í byrjunarliðnu í kvöld,“ sagði Rangnick.
„Við fundum hann oft í fyrri hálfleiknum en við vorum líka að reyna að koma honum inn í teiginn,“ sagði Rangnick.
„Það gekk ekki eins vel í seinni hálfleiknum og þess vegna tók ég þá ákvörðun undir lok leiksins að koma inn á með þá Anthony Elanga og Jesse Lingard,“ sagði Rangnick.
„Það væri auðvitað mjög gott fyrir Marcus að ná að skora mark en á meðan hann er að reyna og á meðan hann er að æfa vel þá sé ég ekkert vandamál með hann,“ sagði Rangnick.
Marcus Rashford skoraði öll þrjú mörk sín á leiktíðinni í fjórum leikjum frá 16. til 30. október. Hann missti af byrjun tímabilsins með axlarmeiðsla.
Rashford hefur nú spilað í 678 mínútur með Manchester United í öllum keppnum með án þess að ná að skora.