Veður

Suð­vestan vindur með skúrum og slyddu­éljum

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu núll til fimm stig.
Hiti á landinu verður á bilinu núll til fimm stig. Vísir/RAX

Veðurstofan spáir sunnan og suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag með skúrum og slydduéljum, en léttir til á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu núll til fimm stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun verði suðvestan tíu til átján metrar á sekúndu og áframhaldandi skúrir og slydduél. Það bætir í úrkomu um tíma síðdegis, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti breytist lítið.

„Eftir þriðjudaginn er útlit fyrir stífa suðvestlæga átt með slydduéljum og éljum en úrkomuminna um norðaustanvert landið. Hægt kólnandi veður.“

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Suðvestan 10-18 m/s og rigning eða slydda fram undir kvöld og síðan él, en lengst af úrkomulítið NA-lands. Hiti 0 til 6 stig.

Á miðvikudag: Hvöss suðvestanátt og éljagangur, en heldur hægari og þurrt á A-landi. Hiti um eða undir frostmarki.

Á fimmtudag: Suðvestan 13-20 og él, en bjartviðri A-lands. Minnkandi vestanátt um kvöldið, frost víða 0 til 5 stig.

Á föstudag: Suðvestanátt og dálítil él V-til, en bjart veður á A-verðu landinu. Vægt frost. Líklega snjókoma sunnan heiða um kvöldið, en rigning við S-ströndina.

Á laugardag: Norðvestlæg átt og slydda eða snjókoma SA- og A-lands fram eftir degi og dálítil él á N-landi, annars úrkomulítið. Kólnandi veður.

Á sunnudag: Vestlæg átt með dálítilli vætu og síðar éljum, en þurrt að mestu A-til.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.