Tuchel treystir því að Rüdiger skrifi undir nýjan samning Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. janúar 2022 10:00 Samningur Antonio Rüdiger við Chelsea rennur út í sumar. Mike Hewitt/Getty Images Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, virðist vera handviss um það að varnarmaður liðsins, Antonio Rüdiger, muni skrifa undir nýjan samning við félagið. Framtíð varnarmannsins hefur verið í lausu lofti síðustu mánuði og um tíð virtist það bara tímaspursmál hvenær Þjóðverjinn yrði kynntur sem nýr leikmaður Real Madrid á Spáni. Samningur hans við Chelsea rennur út í sumar og nú þegar félagsskiptaglugginn opnaði á fyrsta degi ársins mátti Rüdiger byrja viðræður við önnur félög. Rüdiger hefur verið lykilmaður í varnarleik Chelsea á tímabilinu, en þjálfari liðsins virðist telja það ólíklegt að hann sé á förum. „Málið er í góðum höndum af því að ég treysti klúbbnum 100 prósent og ber einnig traust til leikmanns míns, þannig að þetta er ekkert vandamál fyrir mig,“ sagði Tuchel. „Hann er náungi sem þarf að treysta þér, hann þarf að finna fyrir tengingu og trausti og hann vill finna það í mínútunum sem hann fær.“ „Ég held að Rüdiger sé ekki náungi sem þarf að spjalla oft við yfir kaffibolla eða sem þarf að hlúa sérstaklega að. Hann er algjör fagmaður og hann hefur sannað það. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og enn hefur ekkert breyst - viðræðurnar standa yfir.“ Rüdiger á að baki 49 leiki fyrir þýska landsliðið, en síðan hann gekk til liðs við Chelsea árið 2017 hefur hann unnið FA bikarinn tvisvar, Evrópudeildina og Meistaradeildina. 🗣 "If I take him for a lot of coffees maybe that pushes him out." 🤣Thomas Tuchel says keeping Antonio Rudiger will be based on trust and he says the contract talks are in good hands pic.twitter.com/7sp5axvwn9— Football Daily (@footballdaily) January 7, 2022 Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira
Framtíð varnarmannsins hefur verið í lausu lofti síðustu mánuði og um tíð virtist það bara tímaspursmál hvenær Þjóðverjinn yrði kynntur sem nýr leikmaður Real Madrid á Spáni. Samningur hans við Chelsea rennur út í sumar og nú þegar félagsskiptaglugginn opnaði á fyrsta degi ársins mátti Rüdiger byrja viðræður við önnur félög. Rüdiger hefur verið lykilmaður í varnarleik Chelsea á tímabilinu, en þjálfari liðsins virðist telja það ólíklegt að hann sé á förum. „Málið er í góðum höndum af því að ég treysti klúbbnum 100 prósent og ber einnig traust til leikmanns míns, þannig að þetta er ekkert vandamál fyrir mig,“ sagði Tuchel. „Hann er náungi sem þarf að treysta þér, hann þarf að finna fyrir tengingu og trausti og hann vill finna það í mínútunum sem hann fær.“ „Ég held að Rüdiger sé ekki náungi sem þarf að spjalla oft við yfir kaffibolla eða sem þarf að hlúa sérstaklega að. Hann er algjör fagmaður og hann hefur sannað það. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og enn hefur ekkert breyst - viðræðurnar standa yfir.“ Rüdiger á að baki 49 leiki fyrir þýska landsliðið, en síðan hann gekk til liðs við Chelsea árið 2017 hefur hann unnið FA bikarinn tvisvar, Evrópudeildina og Meistaradeildina. 🗣 "If I take him for a lot of coffees maybe that pushes him out." 🤣Thomas Tuchel says keeping Antonio Rudiger will be based on trust and he says the contract talks are in good hands pic.twitter.com/7sp5axvwn9— Football Daily (@footballdaily) January 7, 2022
Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira