Liverpool er komið áfram í ensku bikarkeppninni eftir þægilegan 4-1 sigur á Shrewsbury. Neðrideildarliðið skoraði fyrsta mark leiksins en svo steig Liverpool á bensíngjöfina og vann sannfærandi sigur.
Leikurinn byrjaði rólega en liðsmenn Shrewsbury voru ákveðnir í að mæta Liverpool af hörku og gefa ekkert eftir. Það gekk upp framan af og Shrewsbury komst yfir á 27. mínútu. Nathaniel Ogbeta átti þá fyrirgjöf sem Daniel Udoh skilaði í markið. 0-1 fyrir gestina.
Liverpool voru ekki lengi að jafna. Kaide Gordon fékk boltann inni í teig frá Conor Bradley á 37. mínútur og hinn ungi Gordon gerði engin mistök. Sneri á varnarmann og setti boltann í vinstra hornið. Fabinho kom svo Liverpool í 2-1 á 44. mínútu úr vítaspyrnu og þannig stóðu leikar í hálfleik.
GOOOAL - FIRMINO!!
— Liverpool FC (@LFC) January 9, 2022
A brilliant backheel from close-range. Class from Bobby!
[3-1] | #LIVSHR
Það var ekki fyrr en á 78. mínútu sem Liverpool kláraði leikinn. Konate reyndi þá skot sem var máttlaust en Firmino komst í boltann og smellti honum með hælnum í markið. Fabinho fylgdi svo á eftir eigin skoti á 93. mínútu, kom Liverpool í 4-1 og þar við sat.