Veður

Veður víðast ró­legt en má reikna með stormi sunnan­lands um mið­nætti

Atli Ísleifsson skrifar
Dálitlir skúrir eða él verða á sveimi sunnan- og vestanlands og hiti þar núll til fimm stig.
Dálitlir skúrir eða él verða á sveimi sunnan- og vestanlands og hiti þar núll til fimm stig. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir tiltölulega rólegt veður á mestöllu landinu í dag en seint í dag nálgast svo lægð úr suðvestri sem mun valda vaxandi austanátt á sunnanverðu landinu. Nærri miðnætti má búast við hvassviðri eða stormi á þeim slóðum og það hvessir síðan víðar á landinu í nótt.

Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Faxaflóa og Suðausturlandi um miðnætti og gilda fram á morgun.

Í dag er annars spáð er sunnan golu eða kalda, en strekkingi allra vestast. Dálitlir skúrir eða él verða á sveimi sunnan- og vestanlands og hiti þar núll til fimm stig. Þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi og frost þar.

Á morgun er spáð allhvassri eða hvassri austanátt, en það dregur úr vindinum seinnipartinn. Rigning eða slydda suðaustan- og austanlands, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti yfirleitt á bilinu 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Austan 13-20 m/s, en norðaustan 8-15 undir kvöld. Rigning eða slydda suðaustan- og austanlands, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.

Á sunnudag: Austan 5-10 og þurrt, en lítilsháttar skúrir eða él austantil á landinu. Hiti í kringum frostmark. Gengur í suðaustan og austan 10-20 seinnipartinn, hvassast með suðurströndinni. Fer að rigna á sunnanverðu landinu um kvöldið.

Á mánudag: Breytileg átt og víða rigning eða slydda. Vaxandi norðvestanátt síðdegis, hvassviðri og slydda eða snjókoma um kvöldið, en þurrt sunnan heiða. Kólnandi veður.

Á þriðjudag: Norðvestanátt og snjókoma á Norður- og Austurlandi í fyrstu, frost víða 0 til 5 stig. Snýst síðan í suðvestanátt með slyddu eða rigningu og hlýnar heldur, fyrst um landið sunnan- og vestanvert.

Á miðvikudag og fimmtudag: Suðvestan- og vestanátt með éljagangi, en úrkomulaust austanlands. Frystir um allt land.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.