WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2022 16:45 Heilbrigðisstarfsmaður tekur PCR-sýni á spítala í Kolkata á Indlandi. Getty/NurPhoto Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. „Við erum að sjá fleiri og fleiri rannsóknir sem benda til að ómíkron sé að sýkja efri hluta líkamans, ólíkt hinum sem sýkja lungun og geta leitt til alvarlegrar lungnabólgu,“ sagði Abdi Mahamud, sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) við fréttamenn í dag. „Þetta gætu verið góðar fréttir en fleiri rannsóknir þarf til að sanna þetta.“ Gögn WHO sýna að frá því að stökkbreytta afbrigðið var fyrst uppgötvað í nóvember hefur það dreift sér hratt um heiminn. Hefur það greinst í minnst 128 ríkjum og lagt stein í götu stjórnvalda sem bundu vonir við að geta endurreist efnahagskerfi og eðlilegt líf eftir langvarandi takmarkanir. Megi ekki lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku Á sama tíma og smittölur hafa náð nýjum hæðum hefur hlutfall þeirra sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús eða deyja af völdum Covid-19 víða mælst lægra en í fyrri bylgjum faraldursins. Ummæli Mahamud ríma við gögn frá Suður-Afríku sem var eitt af fyrstu ríkjunum til að greina ómíkron-afbrigðið. Mahamud varar hins vegar við því að lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku. Íbúar þar séu yngri en víða annars staðar sem geti haft áhrif á tíðni alvarlegra veikinda. Sömuleiðis varar Mahamud við því að hröð dreifing ómíkron geti verið ógn við heilbrigðiskerfi í ríkjum þar sem stór hluti íbúa er óbólusettur. Ekki gott að setja öll eggin í sömu körfu Mahamud segir að WHO spái því að núverandi bóluefni gegn Covid-19 veiti áfram vörn gegn sjúkrahússinnlögnum og dauðsföllum af völdum ómíkron. Bóluefnin sjálf hafi ekki verið vandamálið heldur fremur dræm bólusetning. Of snemmt sé að segja til um hvort þörf er á sérstökum bóluefnum gegn ómíkron og slík ákvörðun eigi að byggja á alþjóðlegu samstarfi en ekki vera tekin einhliða af lyfjaframleiðendum. „Þú getur farið af stað og sett öll eggin í þá körfu, og nýtt afbrigði sem er enn meira smitandi og kemst frekar fram hjá ónæmiskerfinu gæti svo mætt á sjónarsviðið.“ Besta leiðin til að draga úr áhrifum afbrigðisins sé að ná markmiði WHO um að bólusetja 70% heimsbyggðarinnar fyrir lok júlí, frekar en að bjóða þriðja og fjórða skammtinn í sumum ríkjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. 31. desember 2021 23:34 Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. 30. desember 2021 06:53 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
„Við erum að sjá fleiri og fleiri rannsóknir sem benda til að ómíkron sé að sýkja efri hluta líkamans, ólíkt hinum sem sýkja lungun og geta leitt til alvarlegrar lungnabólgu,“ sagði Abdi Mahamud, sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) við fréttamenn í dag. „Þetta gætu verið góðar fréttir en fleiri rannsóknir þarf til að sanna þetta.“ Gögn WHO sýna að frá því að stökkbreytta afbrigðið var fyrst uppgötvað í nóvember hefur það dreift sér hratt um heiminn. Hefur það greinst í minnst 128 ríkjum og lagt stein í götu stjórnvalda sem bundu vonir við að geta endurreist efnahagskerfi og eðlilegt líf eftir langvarandi takmarkanir. Megi ekki lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku Á sama tíma og smittölur hafa náð nýjum hæðum hefur hlutfall þeirra sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús eða deyja af völdum Covid-19 víða mælst lægra en í fyrri bylgjum faraldursins. Ummæli Mahamud ríma við gögn frá Suður-Afríku sem var eitt af fyrstu ríkjunum til að greina ómíkron-afbrigðið. Mahamud varar hins vegar við því að lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku. Íbúar þar séu yngri en víða annars staðar sem geti haft áhrif á tíðni alvarlegra veikinda. Sömuleiðis varar Mahamud við því að hröð dreifing ómíkron geti verið ógn við heilbrigðiskerfi í ríkjum þar sem stór hluti íbúa er óbólusettur. Ekki gott að setja öll eggin í sömu körfu Mahamud segir að WHO spái því að núverandi bóluefni gegn Covid-19 veiti áfram vörn gegn sjúkrahússinnlögnum og dauðsföllum af völdum ómíkron. Bóluefnin sjálf hafi ekki verið vandamálið heldur fremur dræm bólusetning. Of snemmt sé að segja til um hvort þörf er á sérstökum bóluefnum gegn ómíkron og slík ákvörðun eigi að byggja á alþjóðlegu samstarfi en ekki vera tekin einhliða af lyfjaframleiðendum. „Þú getur farið af stað og sett öll eggin í þá körfu, og nýtt afbrigði sem er enn meira smitandi og kemst frekar fram hjá ónæmiskerfinu gæti svo mætt á sjónarsviðið.“ Besta leiðin til að draga úr áhrifum afbrigðisins sé að ná markmiði WHO um að bólusetja 70% heimsbyggðarinnar fyrir lok júlí, frekar en að bjóða þriðja og fjórða skammtinn í sumum ríkjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. 31. desember 2021 23:34 Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. 30. desember 2021 06:53 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. 31. desember 2021 23:34
Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. 30. desember 2021 06:53
Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent