Erlent

Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku

Samúel Karl Ólason skrifar
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar AP/Salvatore Di Nolfi

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu.

Ghebreyesus sagðist þó vongóður um að góður árangur gegn faraldrinum myndi nást á þessu ári.

Samkvæmt gagnagrunni WHO fjölgaði smituðum um ellefu prósent á einnig viku og voru tæplega fimm milljónir nýrra smita tilkynnt 20. til 26. desember. Á þessu tímabil greindust um 900 þúsund manns smitaðir á degi hverjum.

AP fréttaveitan hefur eftir Ghebreyesus að hann hafi miklar áhyggjur af því að áðurnefnd flóðbylgja muni skella harkalega á heilbrigðisstarfsmönnum um heim allan, sem séu verulega þreyttir og undir miklu álagi fyrir.

Vísbendingar eru um að ómíkron-afbrigðið valdi minni einkennum en delta-afbrigðið. Það virðist þó á móti dreifast mun auðveldar manna á milli og á auðveldara með að fara í gegnum þær varnir sem bóluefni veita. Bóluefni virðast þó áfram verja fólk gegn alvarlegum veikindum.

Met var sett í Frakklandi í dag þar sem um 208 þúsund manns greindust smituð á undanförnum sólarhring. Það er einnig Evrópumet.

Samkvæmt Reuters eru svipaðar fregnir að berast víðsvegar að úr heimum. Fréttaveitan segir met hafa verið slegin í fjölmörgum ríkjum á undanförnum dögum og þar á meðal Bretlandi, Spáni, Portúgal, Ítalíu, og Grikklandi.


Tengdar fréttir

Þríbólusettur og í 23 daga sóttkví gefst ekki upp fyrir dómstólum

Þríbólusettur einstaklingur sem þarf samkvæmt úrskurði héraðsdóms að sæta sóttkví í 23 daga hefur kært niðurstöðuna til Landsréttar. Viðkomandi segist hafa verið útsettur fyrir smiti á heimili sínu frá 10. desember án þess að smitast. Það staðfesti fjölmörg PCR-próf sem hann hafi farið í.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×