Einar Þorsteins hættur á RÚV Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2022 14:37 Einar Þorsteinsson hefur verið burðarás hins fréttatenda Kastljóss-þáttar sem er einatt á dagskrá Ríkisútvarpsins að loknum kvöldfréttum. RÚV Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV, og einn helsti stjórnandi Kastljóss undanfarin ár, hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu. Hann segir að hann hafi ákveðið að þiggja starf sem honum bauðst fyrir skömmu. Kjarninn greinir frá þessu og vitnar í skilaboð Einars til samstarfsfólks síns. „Ég hef ákveðið að þiggja starf sem mér bauðst fyrir skömmu. Þetta er erfið ákvörðun því fréttastofan er mitt annað heimili og það er erfitt að kveðja ykkur vini mína. Ég get því miður ekki sagt ykkur strax frá því hvert ég er að fara en það skýrist fljótlega. En ég hætti sem sagt í dag. Um leið og ég hlakka til nýrra starfa þá á ég eftir að sakna ykkar óskaplega og ég vona að ykkur gangi vel í baráttunni,“ segir þar. Eins og Vísir hefur greint frá, standa fyrir dyrum talsverðar skipulagsbreytingar á fréttastofu Ríkisútvarpsins og fréttatengdum þáttum. Baldvin Þór Bergsson, sem áður var dagskrárstjóri Rásar 2, hefur verið gerður að yfirmanni Kastjóssins auk þess sem honum er ætlað að stýra verkefni sem gengur undir nafninu „nýr ruv.is“. Oft gustað um spyrilinn Einar hafnar því í samtali við Vísi að brotthvarf hans af Ríkisútvarpinu tengist þessum skipulagsbreytingum. Honum hafi einfaldlega boðist spennandi starf sem hann ákvað að hoppa á það. „Ég hef verið í tæp 18 ár, mig langar að prófa að gera eitthvað annað. Tilvalið að nota byrjun á þessu ári að gera þessa breytingu, nýlega orðinn 43 ára gamall. Oft er erfiðasta ákvörðunin sú rétta. Ég á eftir að sakna vina minna á RÚV sem hefur verið mitt annað heimili. Þannig er þetta skrítin ákvörðun þannig.“ Einar ásamt Millu Ósk Magnúsdóttur eiginkonu sinni en hún er aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.Gunnar Freyr Einar segir blaðamennskuna ástríðu og forréttindi að fá að sitja í þeim stól sem hann hefur setið í og spyrja spyrja fyrir fólkið sem situr heima, spurninga sem aðrir kannski ekki hafa þorað að spyrja. „Þannig lít ég á það.“ Stundum hefur gustað um spyrilinn og hann segir það rétt. „Þetta hefur verið alþjóðleg þróun að stjórnmálamenn hafa gert fjölmiðlamenn að óvinum sínum. Þeim stjórnmálamönnum hefur almennt séð ekki farnast vel og sannaðist til dæmis í síðustu Alþingiskosningum. En við erum að þjóna fólkinu heima í stofu.“ Einar segir að enginn lifi af í fjölmiðlum ef sá hinn sami sé með eitthvað agenda. „Þótt einhverjir stormar rísi tímabundið er þetta langtímaverkefni að vera blaðamaður, byggir á að vera heiðarlegur í langan tíma og eftir á þarf maður að geta litið stoltur um öxl,“ segir Einar sem gengur sáttur frá borði, þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Talsverðar breytingar á Ríkisútvarpinu Einar sem sagt segir miklar breytingar á RÚV ekki tengjast brotthvarfi sínu. En eins og fram hefur komið þá sagði Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri upp störfum, hefur hún nú klárað uppsagnarfrestinn og yfirgefið útvarpshúsið. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri gegnir starfi fréttastjóra þar til nýr fréttastjóri hefur verið ráðinn. Þá hætti Fanney Birna Jónsdóttir á síðasta ári í Silfrinu, eftir að fullyrt hafði verið að fréttir af brotthvarfi hennar væru ósannar. Broddi Broddason, varafréttastjóri RÚV, hættir svo störfum í vor sökum aldurs. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna. 31. desember 2021 15:06 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Hann segir að hann hafi ákveðið að þiggja starf sem honum bauðst fyrir skömmu. Kjarninn greinir frá þessu og vitnar í skilaboð Einars til samstarfsfólks síns. „Ég hef ákveðið að þiggja starf sem mér bauðst fyrir skömmu. Þetta er erfið ákvörðun því fréttastofan er mitt annað heimili og það er erfitt að kveðja ykkur vini mína. Ég get því miður ekki sagt ykkur strax frá því hvert ég er að fara en það skýrist fljótlega. En ég hætti sem sagt í dag. Um leið og ég hlakka til nýrra starfa þá á ég eftir að sakna ykkar óskaplega og ég vona að ykkur gangi vel í baráttunni,“ segir þar. Eins og Vísir hefur greint frá, standa fyrir dyrum talsverðar skipulagsbreytingar á fréttastofu Ríkisútvarpsins og fréttatengdum þáttum. Baldvin Þór Bergsson, sem áður var dagskrárstjóri Rásar 2, hefur verið gerður að yfirmanni Kastjóssins auk þess sem honum er ætlað að stýra verkefni sem gengur undir nafninu „nýr ruv.is“. Oft gustað um spyrilinn Einar hafnar því í samtali við Vísi að brotthvarf hans af Ríkisútvarpinu tengist þessum skipulagsbreytingum. Honum hafi einfaldlega boðist spennandi starf sem hann ákvað að hoppa á það. „Ég hef verið í tæp 18 ár, mig langar að prófa að gera eitthvað annað. Tilvalið að nota byrjun á þessu ári að gera þessa breytingu, nýlega orðinn 43 ára gamall. Oft er erfiðasta ákvörðunin sú rétta. Ég á eftir að sakna vina minna á RÚV sem hefur verið mitt annað heimili. Þannig er þetta skrítin ákvörðun þannig.“ Einar ásamt Millu Ósk Magnúsdóttur eiginkonu sinni en hún er aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.Gunnar Freyr Einar segir blaðamennskuna ástríðu og forréttindi að fá að sitja í þeim stól sem hann hefur setið í og spyrja spyrja fyrir fólkið sem situr heima, spurninga sem aðrir kannski ekki hafa þorað að spyrja. „Þannig lít ég á það.“ Stundum hefur gustað um spyrilinn og hann segir það rétt. „Þetta hefur verið alþjóðleg þróun að stjórnmálamenn hafa gert fjölmiðlamenn að óvinum sínum. Þeim stjórnmálamönnum hefur almennt séð ekki farnast vel og sannaðist til dæmis í síðustu Alþingiskosningum. En við erum að þjóna fólkinu heima í stofu.“ Einar segir að enginn lifi af í fjölmiðlum ef sá hinn sami sé með eitthvað agenda. „Þótt einhverjir stormar rísi tímabundið er þetta langtímaverkefni að vera blaðamaður, byggir á að vera heiðarlegur í langan tíma og eftir á þarf maður að geta litið stoltur um öxl,“ segir Einar sem gengur sáttur frá borði, þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Talsverðar breytingar á Ríkisútvarpinu Einar sem sagt segir miklar breytingar á RÚV ekki tengjast brotthvarfi sínu. En eins og fram hefur komið þá sagði Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri upp störfum, hefur hún nú klárað uppsagnarfrestinn og yfirgefið útvarpshúsið. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri gegnir starfi fréttastjóra þar til nýr fréttastjóri hefur verið ráðinn. Þá hætti Fanney Birna Jónsdóttir á síðasta ári í Silfrinu, eftir að fullyrt hafði verið að fréttir af brotthvarfi hennar væru ósannar. Broddi Broddason, varafréttastjóri RÚV, hættir svo störfum í vor sökum aldurs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna. 31. desember 2021 15:06 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna. 31. desember 2021 15:06